Páskakveðja

Þá er komið að páskafríi og apríl handan við hornið. Veðrið hefur aðeins minnt á sig síðustu daga og því höfum við borðað hádegismatinn hér í skólanum í stað þess að fara upp í Fellsborg, en það hefur gengið vel. 

Upplestrarhátíðin okkar var haldin á mánudaginn og gekk mjög vel. Nánar um hana hér.

Á þriðjudaginn fóru nemendur 5. bekkjar á heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Myndir frá því hér. 

Þá heldu nemendur í 4. og 5. bekk áhugasviðskynningar. Myndir frá því hér.

Í gær steiktu nemendur í 9. og 10. bekk tæp 70 kg af kleinum sem þau voru búin að selja. Kleinurnar voru afbragðsgóðar og vonum við að allir sem styrktu krakkana hafi notið þess að fá nýbakaðar kleinur upp að dyrum. 

Í dag spiluðum við páskabingó, spilaðar voru fimm umferðir og voru vinningshafarnir himinsælir með páskaeggin sín. Myndir frá því hér. 

Kennsla hefst aftur samkv. stundaskrá þriðjudaginn 2. apríl.

Við vonum að þið njótið páskanna og borðið nóg af súkkulaði. 
Með páskakveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa