Snemmbúin helgarkveðja :)

Heil og sæl

Stutt og góð vika í Höfðaskóla þessa vikuna, á morgun er sumardagurinn fyrsti sem er frídagur og á föstudag er starfsdagur sem starfsfólk hefur unnið af sér á skyndihjálparnámskeiði svo framundan er langt helgarfrí hjá nemendum og starfsfólki :)

Eitt og annað hefur verið brallað í vikunni, leiklistarvalið er í fullum gangi þar sem nemendur æfa morðgátu. Við vonumst til að geta haldið sýningar í maí en það verður auglýst þegar nær dregur, ef ástandið í þjóðfélaginu leyfir ekki sýningar munum við taka upp sýninguna og verður upptakan til sölu fyrir þá sem vilja sjá leikritið. 

Handrit eins nemanda úr Höfðaskóla var valið framúrskarandi í handritasamskeppni Árnastofnuna, sjá nánar hér.

Við þökkum ykkur kærlega fyrir gott samstarf í vetur og óskum ykkur gleðilegs sumars.

Ó, blessuð vertu sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
Nú fossar, lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár.
Nú fellur heitur haddur þinn
um hvíta jökulkinn.
(Höf: Páll Ólafsson)

Sumarkveðjur

Sara Diljá og Guðrún Elsa