Skólamötuneyti Höfðaskóla tekur til starfa mánudaginn 3.október

Mánudaginn 3.október nk. tekur skólamötuneyti Höfðaskóla til starfa. Fyrirkomulagið verður svipað og undanfarin ár, nemendur snæða hádegisverð uppí Fellsborg og verður matseldin í höndum þeirra Atla og Esme sem ráðin voru sem matráður og aðstoðarmatráður. Skráning í hádegismat fer fram hér og einnig upplýsingar um verð. 

Matseðlar næstur tvær vikurnar eru aðgengilegar hér og næstu tvær þar á eftir koma eftir helgina. Frá og með mánaðarmótunum okt/nóv birtist mánaðarmatseðill í heild sinni. 

Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna.