Föstudagskveðja

Heil og sæl
 
Vikan í Höfðaskóla gekk vel, veðrið var gott og margt um að vera.
Á mánudaginn vann starfsfólk skólans frameftir þar sem þau sátu námskeið um kynferðisofbeldi og kynferðislega hegðun barna og unglinga. Mjög þarft námskeið fyrir öll. 

Á þriðjudaginn fóru nemendur í hestavali heim að Hólum með henni Höllu myndir og frétt frá því hér. 

Í gær fimmtudag var dagur íslenskrar tungu og þá setjum við af stað undirbúning fyrir framsagnarkeppnina okkar en nemendur í 5.-7. bekk taka þátt í henni. Þau vinna ýmis lestrartengd verkefni auk þess að æfa sig að lesa fyrir framan hóp. Við verðum svo með framsagnarkeppni eftir áramót. 
 
Í næstu viku verður nemenda þingið okkar haldið, allar nánari upplýsingar um það eru hér.
 
Stigsskemmtanirnar okkar verða svo þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag en umsjónarkennarar munu auglýsa þær. 
 
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa