Fréttir

Föstudagskveðja fyrir vetrarfrí

Heil og sæl Í vikunni sem nú er að líða var margt um að vera í Höfðaskóla. Nemendur unnu að fjölbreyttum verkefnum og margt skemmtilegt var um að vera í frístund. Í dag fengu nemendur á unglingastigi skemmtilega heimsókn. Fulltrúar frá samvinnuverkefni FNV, FabLab og Sýndarveruleika ehf komu og kynntu tækni fyrir nemendum en verkefnið hefur það að markmiði að gera tækni aðgengilegri fyrir nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarlegan bakgrunn og þannig stuðla að því með beinum hætti að auka tækniþekkingu þeirra og varpa ljósi á möguleika í tækni- og iðnnámi. Fyrirhuguð er danskennsla á vordögum en við munum auglýsa hana nánar þegar tímasetningar liggja fyrir. Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag, 13., 14. og 15. febrúar er vetrarfrí hjá okkur og við vonum að þið njótið þess vel. Góðar kveðjur Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Peysur

Foreldrafélag Höfðaskóla selur skólapeysur. Peysurnar verða merktar Höfðaskóla og eru nokkrir litir í boði. Barnapeysa 4320kr. og unglingapeysa 5325kr. Tekið verður við pöntunum í skólanum milli kl. 17:00 og 19:00 fimmtudaginn 9.febrúar og verður þá einnig hægt að máta.
Lesa meira

Óveður

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta skólabyrjun á morgun, 7. febrúar til kl. 10:00 en þá á appelsínugula viðvörunin að falla úr gildi. Förum varlega Góðar kveðjur Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Sjálfsmynd

Nemendur í 1.og 2.bekk eru að vinna verkefni tengt sjálfsmynd sinni uppúr bókinni Halló heimur. Nemendur teiknuðu sjálfa sig og kennara sína í fullri stærð á maskínupappír. Verkefnavinna gekk vel og allir nutu sín í botn. Sjá myndir hér
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Vikan í Höfðaskóla gekk vel, við fengum allskonar veður en létum það ekki á okkur fá. Fyrirhuguð ferð 10. bekkjar í Borgarnes, sem átti að vera í gær, var frestað til 23. febrúar vegna veðurs. Skólahópur leikskólans kom aftur í heimsókn til okkar í gær eftir stutt hlé og munu þau koma reglulega í heimsókn fram á vor. Það er alltaf skemmtilegt að fá góða vini í heimsókn en þau ætla að prufa hinar ýmsu kennslustundir til að fá smjörþefinn af því sem koma skal í haust. Yngsta stig hélt upp á afmælið hjá Blæ, en bangsinn Blær fylgir þeim í tengslum við vináttuverkefni Barnaheilla. Afmælið var vel heppnað og skemmtu nemendur sér konunglega. Þegar veðrið er blautt er mikilvægt að klæða sig samkvæmt því og vera með auka sokka í töskunni. Við minnum einnig á hafragrautinn okkar góða, sem er í boði alla morgna sem og ávaxta stundina okkar alla miðvikudaga en þá daga þurfa nemendur ekki að hafa með sér nesti. Næsta vika er svo síðasta heila vikan okkar fyrir vetrarfrí. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Föstudagskveðja á fimmtudegi

Heil og sæl Vikan í Höfðaskóla hefur flogið áfram og skólastarfið gengur vel. Á mánudagskvöldið kom Þorsteinn V. Einarsson sem heldur úti samfélagsmiðlinum Karlmennskan og hélt fyrirlestur fyrir foreldra og forráðamenn. Erindið hans var virkilega áhugavert og þökkum við þeim foreldrum/forráðamönnum sem mættu kærlega fyrir komuna. Það skiptir miklu máli að foreldrar/forráðamenn séu duglegir að sækja þau erindi sem auglýst eru á vegum skólans. Á þriðjudagsmorgninum hitti hann svo nemendur 8.-10. bekkjar og var með erindi fyrir þau líka. Nemendur voru áhugasamir og höfðu gagn og gaman af. Á morgun er starfsdagur hjá Sveitarfélaginu Skagaströnd og því er hvorki kennsla né frístund þann dag. Nemendur fá því langa helgi. Í næstu viku fer 10. bekkur í heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar, en þangað er þeim boðið til að kynna sér nám og starfsemi skólans. Elva umsjónarkennari þeirra ætlar að fylgja þeim þangað. Þegar blautt er úti er mjög mikilvægt að nemendur séu með auka sokka í töskunni og ekki verra ef þessi yngstu eru með auka par af buxum líka. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Fyrirlestur fyrir foreldra í Höfðaskóla 23.janúar 20:00

Leikreglur karlmennskunnar Áhersla verður á að útskýra karlmennsku út frá kynjafræðilegu sjónarhorni, muninn á skaðlegri og jákvæðri karlmennsku og hvernig hægt sé að stuðla að og temja sér jákvæða karlmennsku öllum kynjum til aukinna lífsgæða, tækifæra og jafnréttis. Fyrirlesari er Þorsteinn V. Einarsson. Hann er menntaður kennari með meistaragráðu í kynjafræði frá Háskóla Íslands. Hefur undanfarin 5 ár starfað við fræðslu og ráðgjöf í jafnréttismálum á vinnustöðum, skólum og félagsmiðstöðvum. Einnnig heldur hann utan um fræðslusamfélagsmiðilinn og hlaðvarpið Karlmennskan.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl kæru skólavinir Í vikunni komu Sara Diljá og Fjóla Dögg aftur til starfa eftir barneignarleyfi. Fjóla tók við umsjón í 1. og 2. bekk ásamt Berglindi Rós og Sara fór aftur inn í stjórnendateymið með Guðrúnu Elsu. Vikan var með óhefðbundnu sniði hjá okkur þar sem það var starfsdagur á þriðjudaginn og á miðvikudaginn mættu foreldrar/forráðamenn í viðtöl til umsjónarkennara barna sinna. Viðtölin voru vel sótt og þökkum við öllum kærlega fyrir komuna. Gott samstarf milli heimila og skóla skiptir miklu máli. Við minnum á að foreldrar/forráðamenn eru alltaf velkomin í heimsókn til okkar, það þarf ekki að gera boð á undan sér. Í næstu viku verður starfsdagur hjá Sveitarfélaginu Skagaströnd sem starfsfólk Höfðaskóla mun taka þátt í og því fellur skólahald og frístund niður föstudaginn 27. janúar. Við minnum á mikilvægi þess að nemendur mæti með íþróttaföt þá daga sem íþróttatímar eru á stundaskrá. Við vonum að þið njótið helgarinnar Áfram Ísland Kveðja Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Vikan í Höfðaskóla gekk vel. Nemendur eru í óða önn að ljúka við námsmatsverkefni sem hefur gengið vel. Veðrið hefur verið allskonar og nú í lok vikunnar er búið að vera ansi kalt. Við klæðum okkur þá bara betur. Í næstu viku er starfsdagur á þriðjudag og því enginn skóli hjá nemendum og á miðvikudag verða svo foreldraviðtöl. Nemendur mæta því hvorki í skólann á þriðjudag né miðvikudag. Viðtölin bóka foreldrar í gegnum Mentor. Ef þær tímasetningar sem í boði eru henta alls ekki má hafa samband við umsjónarkennara í tölvupósti og fundin verður lausn á þeim málum. Á fimmtudag og föstudag verða svo hefðbundnir skóladagar og ný önn hefst. Ég vona að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Guðrún Elsa
Lesa meira

Föstudagskveðja á nýju ári

Sæl kæru vinir og gleðilegt nýtt ár Skólastarfið fer vel af stað eftir gott jólafrí Nemendur eru í óða önn að ljúka við þau verkefni sem þurfa að klárast fyrir annarlok og kennarar á fullu í námsmatsvinnu þar sem vorönn hefst 19.janúar. Veðrið er síbreytilegt á þessum árstíma og við minnum á að mikilvægt er að nemendur komi vel klæddir í skólann. Gott er að hafa auka par af sokkum með í skólatöskunni. Að lokum minnum við á hafragrautinn góða sem Haddý töfrar fram á hverjum morgni og er í boði frá 7:45. Einnig er ávaxtastund á miðvikudögum og því ekki þörf á að koma með nesti þá daga. Ég vona að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Guðrún Elsa
Lesa meira