Fréttir

Trúðar í sviðslistum

Skemmtilegir dagur hjá sviðslistahópnum þar sem þau breyttust í trúða og æfðu sig í trúðaæfingum, jöggluðu sokkaboltum, æfðu sig í alls kyns svipbrigðum og skemmtu sér konunglega. Myndir hér.
Lesa meira

Síðasta föstudagskveðja nóvembermánaðar

Tíminn flýgur áfram og allt í einu er nóvembermánuður að líða undir lok. Í vikunni sem leið var margt skemmtilegt um að vera og má sjá ýmsar fréttir og myndir hér á heimasíðunni okkar. Nemendur gerðu tilraunir, fengu óvænt símtal frá Herra Hnetusmjör, yngsta stig fór á ball og margt fleira. Í næstu viku verður breyting á hafragrautnum hjá okkur, en við ætlum að færa hann frá því að vera í boði áður en kennsla hefst á morgnanna og yfir í nestistímann. Nemendur fá því öll morgunmat í skólanum á milli kl. 9:00 og 10:00 og við vonum að þetta muni reynast vel. Þá ætlum við líka að byrja jólasöngsalinn okkar í næstu viku en einu sinni í viku fram að jólum ætla Hugrún Sif og Elvar að koma í heimsókn til okkar frá tónlistarskólanum og leiða sönginn. Sandra bókavörður ætlar að kynna fyrir nemendum þær bækur sem hafa verið keyptar inn að undanförnu svo það er margt skemmtilegt og spennandi framundan. Í bland við þetta allt saman reynum við samt að halda í reglu, röð og rútínu og vonum að desembermánuður verði ljúfur og góður. Heyrst hefur að jólasveinarnir séu farnir að undirbúa komu sína til byggða, einn af öðrum. Þeir báðu okkur um að skila því til samfélagsins að þeir ætla leggja sig alla fram um að gæta jafnræðis milli barnanna og stilla gjöfunum í hóf, þar sem þeir þurfa að fylla í marga skó. Þá minntu þeir okkur einnig á að vera ekki að ræða tilvist jólasveinsins innan veggja skólans, hvort sem við trúum eða ekki og virða skoðanir hvers annars. Við munum svo upplýsa ykkur jafnóðum um allt það sem við ætlum að bralla í desember fram að jólafríi, en nemendur fara í jólafrí í lok dags 18. desember, sem verður tvöfaldur dagur. Við ætlum að vera með litlu jólin okkar frá kl. 17:00-19:30 þann dag - nánar um það síðar. Við vonum að helgin verði ykkur ljúf og góð Gleðilegan fyrsta í aðventu Með góðum kveðjum Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Lesa meira

Tilraunir í náttúrufræði

Krakkarnir í 7. bekk bjuggu til pappírsrafrásir með því að nota pappír, álpappír, flatar rafhlöður og LED díóður. Útkoman var mjög skemmtileg :) Myndir hér.
Lesa meira

Óvænt símtal frá Herra Hnetusmjör

Nemendur í valgreininni skólablað eru að leggja lokahönd á blaðið sem á að koma út fyrir jólin. Í blaðinu verða ýmis viðtöl og var draumurinn að fá að taka viðtal við Herra Hnetusmjör. Eftir tölvupóstsendingar milli kennara og Herra var niðurstaðan sú að hann hitti þau óvænt í myndsímtali í dag þar sem þau spurðu hann spurninga. Það var mikil gleði þegar herra birtist á skjánum. Við þökkum honum kærlega fyrir að gefa sér tíma til að tala við hópinn, þau munu muna eftir þessari stund lengi :)
Lesa meira

Ball fyrir nemendur yngsta stigs

Nemendafélagið hélt ball fyrir nemendur á yngsta stigi á þriðjudaginn s.l.. Mikill spenningur var í hópnum allan daginn og seinnipartinn var mikið fjör og var ekki annað að sjá en að öll hafi skemmt sér mjög vel. Myndir hér.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Enn ein skemmtileg vika að baki í Höfðaskóla og nú styttist heldur betur í desember. Á miðvikudaginn s.l. var dagur mannréttinda barna og unnu nemendur á yngsta stigi með hugmyndir um drauma skólalóðina sína og nemendur í 5.-10. bekk hittu stjórnendur og unnu hópavinnu um sex mismunandi þætti skólastarfsins, hvaða breytingar þau vilja sjá og hvaða óskir þau hafa. Það var margt áhugavert og skemmtilegt sem þar kom fram og munum við eftir helgi hefjast handa við að vinna úr niðurstöðunum og sjá hvaða breytingar við getum gert til að koma til móts við óskir nemenda. Það hefur verið mikið fjör hjá nemendum að leika sér í snjónum og mikilvægt að öll séu vel klædd. Kuldaboli getur heldur betur bitið í kinnar þegar verið er að leika sér úti. Skammdegið færist alltaf meira og meira yfir og endurskinsmerkin mjög mikilvæg. Nú væri ráð að yfirfara þau öll um helgina og passa uppá að allur útifatnaður og töskur sjáist örugglega vel í myrkinu. Hér á heimasíðunni okkar eru svo alltaf ýmsar nýjar fréttir og myndir sem við hvetjum ykkur til að vera dugleg að skoða. Á meðfylgjandi mynd er skólahópur leikskólans sem kom í heimsókn í vikunni, en það er alltaf fjör að fá vini okkar í heimsókn og frábært hversu vel kennarar beggja skólanna standa að samstarfinu milli skólastiga. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Lesa meira

Textíll á yngsta stigi

Í textíl á yngsta stigi bjuggu nemendur til Íslenska fánann í þrívídd í tilefni daga íslenskrar tungu. Myndir hér.
Lesa meira

Samstarf við Nes listasmiðstöð

Nemendur og kennari fengu tvo keramik listamenn til þess að kenna nemendum yngstastigs og miðstigs hópum í myndmennt og síðan fór annar miðstigshópur og hitti gullsmið sem kenndi þeim að búa til skartgrip úr kopar. Myndir hér. Enn og aftur njótum við góðs af frábæru samstarfi við Nes, við kunnum svo vel að meta það að fá að taka þátt í því sem verið er að gera þar.
Lesa meira

Stuð í snjónum

Nemendur á yngsta stigi skelltu sér út að renna í snjónum í vikunni. Kalt - en ótrúlega skemmtilegt :) Myndir hér.
Lesa meira

Föstudagskveðja í hríðinni

Heil og sæl Vikan í Höfðaskólka var aldeilis fjölbreytt, bæði þegar kemur að veðrinu og náminu. Við fengum Kiwanis og lögregluna í heimsókn til 1. bekkjar, sjá frétt um það hér og Skáld í skólum heimsóttu yngsta stig, sjá hér. Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta árshátíðinni okkar sem fyrirhuguð var 28. nóvember en hún verður haldin 3. apríl 2025. Í næstu viku er dagur mannréttinda barna. Þann dag verður nemendaþing Höfðaskóla haldið líkt og í fyrra og munu stjórnendur hitta alla nemendur skólans og ræða hin ýmsu málefni. Veturinn er heldur betur að minna á sig í dag og þegar svo er, er mikilvægt að nemendur komi vel klædd í skólann og það er alltaf gott að vera með auka sokka í skólatöskunni. Desember er svo handan við hornið, en frá 1. desember verður breyting á ávaxtastund og nestismálum í skólanum. Nestistímarnir sem slíkir heyra þá sögunni til og ekki verður lengur boðið upp á hafragraut áður en kennsla hefst. Í staðin verður morgunmatur fyrir alla nemendur frá kl. 9-10 þar sem þau koma í nokkrum hollum niður í morgunmat. Við munum senda foreldrum frekari upplýsingar í tölvupósti. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Lesa meira