Fréttir

Árshátíð Höfðaskóla

Árshátið Höfðaskóla verður haldin í Fellsborg 24. nóvember kl. 18:00. Fjölbreytt dagskrá. Skólafélagið Rán verður með diskótek og sjoppu að dagskrá lokinni.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Sæl og blessuð kæru vinir! Tíminn flýgur áfram og enn á ný er kominn föstudagur, þá er ekki úr vegi að setjast niður og líta yfir vikuna sem nú er að renna sitt skeið og fara að spá í þeirri næstu. Árshátíðarundirbúningur er kominn á fullt skrið og atriði nemenda er smá saman að verða að flottum sýningaratriðum og við hlökkum til að leyfa ykkur að sjá afrakstur þessarar vinnu í næstu viku. Árshátíð Höfðaskóla fer fram fimmtudaginn 24. nóvember í Fellsborg. Að morgni árshátíðardags mæta nemendur í Fellsborg kl. 9:00 á generalprufu. Þann dag verður ekki hafragrautur í boði og þau mega koma með sparinesti með sér ásamt drykk. Það er ekki leyfilegt að koma með sælgæti, gos eða orkudrykki. Árshátíðin hefst svo klukkan 18:00 en allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag hennar verða sendar út eftir helgi. Unglingastigið fékk góða gesti í heimsókn í vikunni. Geðlestin kom og fræddi um mikilvægi þess að huga að geðrækt og minntu á að við förum til læknis ef við erum veik hvort sem það er andlega eða líkamlega, bæði er jafn mikilvægt. Með Geðlestinni var góður gestur, tónlistarmaðurinn Flóni og var hann með "mini" tónleika fyrir krakkana. Þökkum við þeim kærlega fyrir komuna. Á þriðjudaginn fara nemendur 8.-10.bekk á Starfamessu á Sauðárkróki. Á Starfamessunni verða kynntar um 30 náms- og starfsleiðir í iðn-, tækni- og verkgreinum, með áherslu á þau tækifæri sem standa nemendum til boða hér á Norðurlandi vestra. Hugmyndin er að nemendur fái tækifæri til að hitta bæði forsvarsmenn starfsgreinanna sem og aðstandendur námsins á bakvið þær greinar. Þannig öðlist þeir innsýn í ferlið allt frá námi og inni í fyrirtækin þar sem störfin eru unnin. Ég vona að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjur Guðrún Elsa
Lesa meira

Föstudagskveðja á fimmtudegi

Heil og sæl Framundan er vetrarfrí á morgun föstudag 11.nóv, mánudaginn 14.nóv og þriðjudaginn 15.nóv, næsti kennsludagur er miðvikudagurinn 16. nóv. Geðlestin heimsækir nemendur á unglingastigi nk.miðvikudag og heldur fyrirlestur kl. 13:20 sem tekur ca 50 mínútur. Á döfinni er svo árshátíðin okkar sem er áætluð 24.nóvember og er allt undirlagt í þeim undirbúningi. Við minnum á mikilvægi þess að láta vita ef nemendur forfallast, hægt er að hafa samband við skólann með því að hringja í s.4522800, senda tölvupóst á umsjónarkennara eða skólastjóra ásamt því að tilkynna gegnum heimasíðuna. Eins og tíðin hefur verið undandarið er myrkrið allsráðandi á morgnana og því viljum við minna á endurskinsmerkin. Til gamans má geta að einungis sjö vikur eru eftir af árinu. Við vonum að þið njótið vetrarfrísins. Með góðum kveðjum Starfsfólk Höfðaskóla
Lesa meira

Unglingastigsnemendur í myndmenntavali

Unglingastigs nemendur sem voru í myndmenntavali eyddu síðustu tímunum í Nes listamiðstöð. Þar lærðu krakkarnir að búa til sitt eigið 'screen printing' frá grunni. Þetta var mjög áhugavert verkefni og krakkarnir fengu að kynnast því hve mikil vinna og bras felst oft í gerð listaverka. Útkoman varð allskonar og þau fögnuðu bæði því sem misheppnaðist og því sem lukkaðist. Þau prófuðu að prenta á bæði pappír og boli. Nemendurnir hafa staðið sig vel í haust og verkefnin sem þau unnu voru meðal annars: verkefni tengd listasögu, úti teikningar, æfðu sig með Posca penna, horfðu á þátt um Ólaf Elíasson listamann, unnu öll saman að einu stóru halloween þema listaverki og sitthvað fleira. Það er greinilegt að skólinn okkar á ungt og upprennandi listafólk!
Lesa meira

Föstudagskveðja úr haustblíðu

Heil og sæl Vikan í Höfðaskóla gekk vel og nemendur unnu við ýmis verkefni. Veðrið hefur verið gott og hafa nemendur og starfsfólk í frístund notið þess að vera úti. Við erum farin að huga að árshátíð sem verður með hefðbundnu sniði 24.nóv og verður nánari útfærsla á henni kynnt þegar skipulag liggur fyrir. Vetrarfrí verður föstudaginn 11. nóvember, mánudaginn 14.nóvember og þriðjudaginn 15.nóvember og vonum við að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir þessa daga. Við minnum á mikilvægi þess að hafa ætíð í huga að jákvæður skólabragur er sameiginleg ábyrgð nemenda, foreldra/forráðamanna og starfsfólks. Nemendur, foreldrar og starfsfólk sýna hvert öðru kurteisi og virðingu. Annars gengur lífið sinn vanagang hjá okkur og við hvetjum ykkur áfram til að vera dugleg að skoða heimasíðuna okkar, þar setjum við reglulega inn fréttir og myndir. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Starfsfólk Höfðaskóla
Lesa meira

Matarupplifun á unglingastigi

Nemendur í heimilisfræði vali á unglingstigi útbjuggu tvenns konar kássu með það að markimiði að læra hvernig hægt er að drýgja matarafganga á einfaldan máta. Annars vegar var útbúin saltkjötskássa úr hrossakjöt og hins vegar kjötkássa úr ósöltuðu lambakjöti. Nemendur suðu með þessu kartöflur og egg, gerðu jafning og borðuðu.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Sæl og blessuð Aftur er kominn föstudagur, tíminn líður hjá á ógnarhraða, október að klárast og einungis 57 dagar til jóla. Viðburðarík vika að baki, nemendur unglingastigs og miðstigs heimsóttu Nes listamiðstöð í myndmenntatímum og verður hægt að sjá verk þeirra á næsta opna húsi hjá listamiðstöðinni. Menntabúðirnar voru haldanar með pompi og prakt sl. miðvikudag þar sem mikill fjöldi gesta kom og kynnti sér tækninýjungar í skólastarfi. Við þökkum Nes fyrir gott samstarfs og öllum þeim sem mættu í heimsókn á miðvikudaginn. Endilega skoðið eftirfarandi auglýsingu frá foreldrafélagi Höfðaskóla, mikilvægt er fyrir skólann og starfið að vera með virkt og gott foreldrafélag. Við reynum að vera dugleg að setja fréttir og myndir á heimasíðuna og hvetjum ykkur til að vera dugleg að fylgjast þar með. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Starfsfólk Höfðaskóla
Lesa meira

Menntabúðir

Kæru foreldrar, forráðamenn og aðrir velunnarar skólans. Við hér í Höfðaskóla erum himinlifandi með frábæra mætingu á menntabúðirnar sem haldnar voru í gær, stuðningur ykkar og áhugi á skólastarfinu skiptir okkur öll máli. Mikil þekking og reynsla í upplýsingatækni og tækniþróun er til staðar hjá nemendum Höfðaskóla eins og sjá mátti á þeim tæplega 40 stöðvum sem nemendur í 1.-10.bekk settu upp og í gær og fögnum við því tækifæri að geta deilt hugmyndum og reynslu með því að sýna, sjá og ræða saman. Tæknin gerir skólastarfið fjölbreyttara og þau verkfæri og þekking sem hlotnast er oft mögnuð. Undir myndunum er svo hægt að afrita slóð til að nálgast það app eða þá síðu sem verið var að kynna.
Lesa meira

Unglingar í valgreinaáfanga prufuðu crossfit á Sauðárkróki

Á mánudaginn skellti valgreinin heilsa og íþróttafræði sér á Sauðárkrók á Crossfit æfingu hjá Crossfit 550. Þau fengu smá fræðslu um crossfit og gerðu síðan WOD(work of the day) dagsins. Í lokin voru teygjur og síðan máttu þau prófa tæki og æfingar í stöðinni. Upphífingar, kaðall, hringir og fleira var prófað. Við þökkum kærlega fyrir frábærar móttökur.
Lesa meira

4.bekkur heimsótti Nes listamiðstöð

4.bekkur er í myndmenntahóp og eyddu þau seinustu tveimur mánudagstímunum niðrí Nes Listamiðstöð. Þar fengu krakkarnir stutta kynningu á listakonunni Yayoi Kusama sem sérhæfir sig í skrautlegum graskers skúlptúrum. Eftir kynninguna fengu krakkarnir síðan leiðsögn, frá tveimur listamönnum Nes, við að búa til sitt eigið grasker úr blöðrum og pappamassa. Þeim fannst þetta öllum mjög skemmtilegt verkefni og sýndu mikinn metnað við gerð graskeranna, sem verða svo til sýnis á opnu húsi nk. Laugardag 29.10. í Listamiðstöðinni.
Lesa meira