Fréttir

5. og 6. bekkur í ruslatínslu

Höfðaskóli er skóli á grænni grein og hluti af því er að gæta að þess að rusl liggi ekki á víð og dreif í samfélaginu okkar. Nokkrir nemendur úr 5. og 6. bekk fóru því út á föstudaginn og hreinsuðu til :)
Lesa meira

Föstudagur enn á ný

Enn á ný er kominn föstudagur, uppáhalds dagur marga í vikunni. Davíð Stefánsson, eitt þekktasta ljóðskáld Íslendinga, lýsir því í ljóðinu Föstudagur að dagurinn boði afslöppun og tilhlökkun fyrir helgina, getum við ekki verið sammála honum þar? :) Vikan hefur gengið mjög vel og nemendur hafa staðið sig vel. Veðrið hefur verið gott, sem hefur gert okkur kleift að njóta útiveru. Á mánudaginn var dagur íslenskrar náttúru og mörg nutu þess að vera úti í góða veðrinu. Nokkrir nemendahópar fóru út í gönguferð og eru myndir frá því hér. Á fimmtudaginn í næstu viku, ætla nemendur í valgreininni skólablað að vera með þemadag og fyrsti þemadagurinn verður náttfatadagur. Þann dag hvetja þau nemendur og starfsfólk til að mæta í náttfötum í skólann. Samstarf heimila og skóla er lykilatriði í velgengni nemenda, bæði í námi og félagslegri þróun þeirra. Þegar við vinnum saman – þið sem foreldrar/forráðamenn og við sem starfsfólk skóla– getum við skapað sterkan grunn sem stuðlar að jákvæðri reynslu og árangri fyrir börnin ykkar. Með opnum samskiptum og góðu samstarfi tryggjum við að hvert barn fái þann stuðning sem það þarf til að blómstra í námi sínu og daglegu lífi. Við viljum minna ykkur á að við erum alltaf til staðar ef þið hafið einhverjar spurningar, athugasemdir eða áhyggjur varðandi skólagöngu barna ykkar. Það er mikilvægt fyrir okkur að vera í góðum samskiptum við ykkur. Ef eitthvað er sem þið viljið ræða, hvetjum við ykkur eindregið til að hafa samband við okkur hvenær sem er. Þið getið náð í okkur í gegnum tölvupóst, síma eða með því að koma í skólann. Í dag og á morgun ætlar allt starfsfólk skólans að mæta á Utís online sem er menntaviðburður fyrir starfsfólk skóla. Við erum heppin með hvað starfsfólk Höfðaskóla er viljugt að sækja sér þekkingu og endurmenntun, enda njótum við öll góðs af því. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Fatahönnun - valgrein

Nemendur í fatahönnun eru í óða önn að sníða sér flíkur. Myndir hér.
Lesa meira

Stærðfræðitími á yngsta stigi

Stærðfræði tími á yngsta stigi í dag :) Nemendur fengu tölu og áttu í kjölfarið að búa til eins mörg dæmi og þau gátu með því svari. Þau fengu að skrifa dæmin sín á glerið sem vakti mikla lukku. Myndir hér.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Í gær var viðtalsdagur þar sem nemendur mættu með foreldrum/forráðamönnum í viðtal og lögðu línurnar fyrir skólaárið framundan. Vel var mætt og þökkum við ykkur öllum kærlega fyrir komuna. Veðrið hefur verið með betra móti og nemendur á yngsta stigi verið töluvert úti. Það getur þó verið kalt þó sólin sé á lofti og mikilvægt að nemendur mæti vel klædd í skólann. Í næstu viku er dagur íslenskrar náttúru og vonumst við til að veðrið verði áfram gott svo hægt verði að fara út og gera eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins. Við erum að fikra okkur áfram með ávaxtastundirnar okkar og þökkum við fyrir það þegar foreldrar/forráðamenn eru með okkur í liði í að láta hlutina ganga vel. Við reynum eftir fremsta megni að hafa alltaf eitthvað í boði fyrir alla og enginn á að vera svangur. Við ætlum einnig að vera með uppábrot og bjóða stundum upp á heimabakað í nestistímanum. Þetta er allt í þróun hjá okkur og við tökum vel á móti öllum ábendingum. Hafragrauturinn hefur verið vel sóttur í upphafi skólaársins og vonumst við til að það haldi áfram, en hann er í boði frá 7:45 alla daga sem nemendur eru í skóla. Myrkrið fer að færast yfir okkur á morgnanna og því er kjörið að fara skoða endurskinsmerki, kanna hvort að útifatnaður og töskur sjáist örugglega vel í myrkinu og fara yfir umferðarreglurnar með krökkunum. Við vonum að þið njótið helgarinnar og óskum þeim sem eru á leið í smalamennsku góðrar skemmtunar og biðjum ykkur öll að fara varlega og koma heil heim. Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Sviðslistir á yngsta stigi

Nemendur á yngsta stigi eru að bralla ýmislegt skemmtilegt í list- og verkgreinum. Nemendur sem eru í sviðslistum bjuggu á dögunum til hinar ýmsu furðuverur og ætla að vera með brúðuleikhús á næstu dögum. Myndir hér.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Vikan hefur gengið vel og margt verið brallað. Nemendur eru allir að komast í góða rútínu eftir sumarfrí og margt spennandi framundan. Mörg skemmtileg verkefni í öllum bekkjum skólans eru nú í vinnslu og við minnum á að foreldrar/forráðamenn eru alltaf velkomnir í heimsókn, ef þeir vilja koma við og sjá það sem nemendur eru að fást við hverju sinni. Í næstu viku verður viðtalsdagur fimmtudaginn 12.sept þar sem foreldrar/forráðamenn fá tækifæri til að ræða við umsjónarkennara barna sinna, setja línurnar fyrir veturinn og stilla saman strengi. Opnað verður fyrir skráningar í viðtöl kl. 15:00 mánudaginn 9.sept. Við minnum á hafragrautinn góða sem Haddý töfrar fram frá kl. 7:45-8:30, ásamt ávöxtum og grænmeti í morgunkaffinu. Nú ætla margir upp um fjöll og firnindi um helgina að elta sauðfé, við vonum að þeir sem í það fara hafi gaman af og fari gætilega. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Fyrsta föstudagskveðja skólaársins og það á fimmtudegi

Það er óhætt að segja að skólastarfið farið vel af stað í Höfðaskóla. Nemendur hafa unnið fjölbreytt verkefni, mörg hver verið töluvert útivið og haft gaman af. Frístund hefur staðið nemendum í 1.-4. bekk til boða, endurgjaldslaust, í ágúst. Frá og með mánudeginum n.k. 2. september er frístund aðeins í boði fyrir skráða nemendur, en skráning fer fram á heimasíðu skólans. Skráning í frístund Skráning í hádegismat Valgreinar hjá nemendum á mið- og unglingastigi eru margar hverjar komnar af stað og er margt fjölbreytt og skemmtilegt í boði þar. Í upphafi skólaárs er alltaf gott að muna eftir því að lúsin á það til að stríða okkur og gott að muna eftir því að kemba af og til. Að lokum minnum við á að á morgun, föstudaginn 30. ágúst, er starfsdagur og ætlar starfsfólk skólans að skella sér í Varmahlíð á haustþing. Það er því hvorki kennsla né frístund þann dag. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Veðurblíða á fyrsta skóladegi

Þá er skólaárið farið af stað og nemendur hressir og kátir. Það er alltaf gott að komast aftur í rútínu eftir sumarið. Nemendur á yngsta stigi fóru út í myndmenntatímanum sínum og nutu þess að læra í góða veðrinu.
Lesa meira

Allt er breytingum háð. Skólabyrjun - nýjar upplýsingar :)

Sæl öll Frá því að upplýsingar voru sendar út hafa orðið breytingar á starfsmannahópi Höfðaskóla. Dagný Rósa er á leið í árs leyfi og ætlar að taka við starfi fræðslustjóra. Jenný Lind ætlar að koma inn í kennslu og Ellen Lind kemur inn sem stuðningsfulltrúi. Skipulagið verður því sem hér segir: 1.-4. bekkur - 9:00-9:30 í Dvergastein 5.-6. bekkur - 9:30-10:00 í miðjustofu á efri hæð 7.-8. bekkur - 10:00-10:30 í Villingaholti 9.-10. bekkur - 10:30-11:00 í Skýjaborg Eins og staðan er í dag eru 66 nemendur skráðir við skólann og verða skóladagar 175 talsins. Umsjónarkennarar í ár verða: 1.-4. bekkur - Fjóla Dögg, Halla María og Vigdís Elva 5.-6. bekkur - Þorgerður Þóra 7.-8. bekkur - Gísli og Berglind Hlín 9.-10. bekkur - Elva Aðrar upplýsingar úr síðasta pósti standa enn. Endilega hafið samband ef spurningar vakna. Með góðum kveðjum Sara Diljá skólastjóri
Lesa meira