30.05.2024
Í dag mættu nemendur skólans kl. 9:00. Flakkað var milli stöðva þar sem ýmislegt var í boði að klippa, líma, lita, leika og einnig að fara í íþróttahúsið og sprikla. Enduðum svo öll í pylsupartýi í skólanum þar sem Finnbogi grillaði hátt í 200 pylsur.
Lesa meira
28.05.2024
4. og 5. bekkur nýtti síðasta tímann fyrir hádegi úti í góða veðrinu. Þeim var skipt í hópa og þurftu að leysa verkefni sem fólst í því að finna ákveðna hluti. Þau þurftu svo að búa til listaverk úr því sem þau fundu. Þetta var virkilega skemmtilegt og sköpunargleðin fékk að njóta sín.
Lesa meira
28.05.2024
Nemendur í 6. - 7. bekk fóru í vettvangsferð með kennurum sínum í gær í Útbæinn.
Þar tók Einar Þorleifsson, náttúrufræðingur hjá Náttúrustofu Norðurlands á móti okkur og gekk með út að nýja fuglaskoðunarhúsinu, ásamt því að fræða okkur um þær fuglategundir sem sáust. Nemendur voru mörg hver með fuglabækur og sjónauka með sér sem juku upplifunina. Við sáum æðarkolluhreiður, fjölda fýla á varpstað og kríurnar gerðu óvænta árás á hluta hópsins.
Einnig tók Guðmundur Egill Erlendsson hjá Björgunarsveitinn Strönd á móti nemendum og fræddi þau um starfsemi og tækjakost sveitarinnar. Að lokum hittu nemendur svo Reyni Lýðsson hjá Fiskmarkaði Íslands sem fræddi þau um ýmislegt tengt Fiskmarkaðnum, löndunarþjónustu og útgerð.
Þessi vettvangsferð heppnaðist mjög vel og nemendur urðu margs vísari um þessar stofnanir og fuglalífið á Höfðanum.
Lesa meira
27.05.2024
Það er nú ekki hægt annað en að nýta veðurblíðu eins og dagurinn í dag hefur uppá að bjóða. Nemendur á yngsta stigi hafa verið úti meira og minna í allan morgun, fóru í göngutúr, fjöruferð og hafa síðan verið að leika sér á skólalóðinni.
Lesa meira
22.05.2024
Nemendur í 8. bekk skelltu sér í fjárhúsin hjá Dagnýju Rósu umsjónarkennara sínum í dag. Björn bóndi tók á móti þeim og leiddi þau í allan sannleikann um sauðburð.
Það hittu þau nokkra heimalinga, gáfu þeim að drekka, klöppuðu krúttlegum lömbum, fræddust um mismunandi sauðfjárliti, sauðfjármörk og merkingar og drukku í sig sveitailminn.
Við þökkum Birni bónda og Dagnýju kærlega fyrir heimboðið
Lesa meira
22.05.2024
Nú þegar næst síðasta skólavikan er rúmlega hálfnuð eru nemendur að ljúka við ýmis verkefni, hér má sjá myndir af verkefnum miðstigs í textílmennt.
Lesa meira
21.05.2024
Nemendur í 1. - 4. bekk fengu skemmtilega heimsókn í dag. Lögreglan kom og var með ýmiskonar fræðslu, hjóla og hjálmaskoðun. Við þökkum Ásdísi, Söru og Hrafnhildi fyrir komuna.
Lesa meira
17.05.2024
Í dag kusu nemendur Höfðaskóla í krakkakosningum á vegum Umboðsmanns barna. Á Krakkarúv eru kynningarmyndbönd frambjóðenda sem nemendur horfðu á, áður en gengið var til kosninga. Við sendum niðurstöður til Umboðsmanns barna og verða heildarniðurstöður birtar að kosningum loknum. Við munum birta niðurstöður skólans að kosningum loknum.
Svona verkefni er frábært í lýðræðiskennslu og þjálfun í að vera upplýstur borgari í lýðræðissamfélagi.
Nemendur yngsta stigs fóru síðan öll saman niður í eldhús og fengu sér kosningakaffi.Nemendur yngsta stigs fóru síðan öll saman niður í eldhús og fengu sér kosningakaffi.
Lesa meira
17.05.2024
Heil og sæl
Góð vika að baki í Höfðaskóla. Viðrað vel til sundkennslu og útivistar. Dregið var í happdrætti nemenda í 9. og 10. bekk og má sjá vinningaskrá og miða hér. Nemendur á yngsta stig fóru í sveitaferð og skemmtu sér konunglega, myndir hér.
Annar í hvítasunnu er næstkomandi mánudag og þar af leiðandi er þriggja daga helgi framundan.
Námsmat er í fullum gangi og verður einnig í næstu viku og ná þá nemendur að ljúka þeim verkefnum sem þarf að klára fyrir frí. Eftir daginn í dag eru aðeins átta skóladagar eftir.
Nemendur 9. og 10. bekkjar eru að fara í skólaferðalag til Kaupmannahafnar í Danmörku næstkomandi þriðjudagsmorgun og koma heim laugardaginn 25.maí, það verður gaman að fá að fylgjast með æfintýraför þeirra.
Skólaslit Höfðaskóla fara fram í Hólaneskirkju, föstudaginn 31.maí kl. 13:00.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira