11.12.2024
Nemendur á yngsta stigi fóru í fjöruferð í gær. Mjög skemmtileg tilbreyting. Myndir hér.
Lesa meira
11.12.2024
Nemendur á yngsta stigi fóru í skemmtilega heimsókn á Sæborg núna í morgun. Þau sungu jólalög, fengu heitt kakó og smákökur, myndir til að lita og allir fengu eina rallyferð í með göngugrindinni. Mjög skemmtilegt. Myndir hér.
Lesa meira
11.12.2024
Það hefur svo sannarlega verið jólalegt hjá okkur í Höfðaskóla í morgunsárið. Fyrst las Sandra bókavörður jólasögu fyrir nemendur og að því loknu komu Hugrún Sif og Elvar Logi og leiddu jólasöng.
Lesa meira
09.12.2024
Mörgæsir á hálum ís - verkefni hjá yngsta stigi í myndmennt :)
Myndir hér.
Lesa meira
09.12.2024
Nú er undirbúningur fyrir litlu jólin okkar í fullum gangi, þau verða með breyttu sniði í ár þar sem við ætlum að hittast seinnipart dags, borða saman hátíðarkvöldverð og vera svo með smá jólaball. Skólastjóri fékk í dag frábæra aðstoð frá fjórum nemendum unglingastigs við að útbúa ís sem verður í eftirrétt. Nemendur stóðu sig frábærlega í ísgerðinni :)
Lesa meira
06.12.2024
Þá er desember genginn í garð og spennan fyrir jólunum eykst með hverjum deginum sem líður. Í dag kom skólablaðið Höfðafréttir út, en það má sjá hér. Í vikunni var fullt um að vera og við erum dugleg að setja inn fréttir á heimasíðuna og hvetjum ykkur til að fylgjast með. Hafdís lestraramma kom í heimsókn í vikunni, það er alltaf gaman þegar hún kemur í heimsókn og hittir nemendur.
Mánudaginn 9. desember n.k. verða jólaljósin tendruð á jólatrénu á Hnappstaðatúni. 1. bekkur sér um að aðstoða Alexöndru sveitarstjóra við að tendra ljósin og eiga þau að mæta rétt fyrir kl. 17:00.
Við höfum hægt og rólega verið að vinna í að endurgera jólamyndirnar sem voru í gluggum skólans hér á árum áður. Nokkrar myndir eru komnar upp á vesturhlið skólans og hvetjum við ykkur til að skoða þær :)
Breytingin á nestismálum hefur farið vel af stað og erum við að finna okkar takt í þessu öllu saman.
Jólatónleikar tónlistarskólans voru í gær og stóðu nemendur sig með stakri prýði. Það er alltaf hátíðlegt að mæta á jólatónleikana þeirra og sjá þau spila og syngja.
Í næstu viku er jólapeysudagur á mánudag og hvetjum við öll til að mæta í jólapeysum. Á miðvikudag ætlum við að hlusta á jólasögu hjá Söndru og syngja með Hugrúnu og Elvari, á fimmtudag ætlum við að vera með smá jólaföndur og á föstudag ætlum við að fá okkur heitt kakó og piparkökur - semsagt, alltaf nóg um að vera.
Næsta vika er síðasta heila skólavikan á þessu ári, litlu jólin okkar verða svo 18. desember en allar nánari upplýsingar um þau koma í næstu viku.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Gleðilegan annan sunnudag í aðventu
Með góðri kveðju
Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Lesa meira
06.12.2024
Þá er komið að því að þriðja skólablað Höfðafrétta er nú komið út og er aðgengilegt hér.
Lesa meira
05.12.2024
Í dag sagði Sandra bókavörður nemendum frá þeim bókum sem hafa verið keyptar á safnið okkar. Það er mjög gagnlegt fyrir krakkana að fá svona flotta kynningu og það getur auðveldað valið á næstu bók sem á að lesa. Myndir hér.
Lesa meira
04.12.2024
Við vorum aldeilis heppin í morgunsárið þegar Hugrún Sif og Elvar Logi komu í heimsókn og leiddu jólasöngstund.
Við ætlum að endurtaka leikinn eftir viku, skemmtileg stund og við erum þakklát fyrir gott samstarf við tónlistarskólann.
Lesa meira
02.12.2024
Skemmtilegir dagur hjá sviðslistahópnum þar sem þau breyttust í trúða og æfðu sig í trúðaæfingum, jöggluðu sokkaboltum, æfðu sig í alls kyns svipbrigðum og skemmtu sér konunglega. Myndir hér.
Lesa meira