04.11.2024
Nemendur á yngsta stigi unnu skemmtilegt ritunarverkefni í morgun. Þau skoðuðu myndir og skrifuðu á miða upplýsingar um það sem þau sáu á myndunum. Eftir að allir voru búnir að skrifa á miða sköpuðust skemmtilegar umræður.
Lesa meira
01.11.2024
Heil og sæl
Vikan var svo sannarlega stutt hjá okkur, aðeins þrír skóladagar eftir gott vetrarfrí.
Á öllum námsstigum mátti sjá hinar ýmsu kynjaverur á hrekkjavökunni og nemendur skemmtu sér konunglega.
Í næstu viku verða list og verkgreinadagar hjá nemendum 8.-10.bekkjar þar sem þeir fá að fara í Nes listamiðstöð. Þema þessara daga eru sjónlistir með áherslu á mismunandi aðferðir við myndsköpun og listasögu.
Nú engin sundkennsla fyrr en á nýju ári og minnum við á að nemendur fara núna í íþróttir á þeim tíma sem áður var sund og skiptir þá máli að vera með íþróttaföt á þeim dögum.
Það er orðið ansi kalt úti og þurfa nemendur að vera klæddir í takt við veðrið og gott getur verið að hafa auka vettlinga og sokka í skólatöskunni.
Í Höfðaskóla er margt skemmtilegt um að vera og við hvetjum ykkur til að kíkja við hjá okkur ef þið viljið fræðast um starfið okkar eða sjá hvað nemendur eru að kljást við. Skólinn er hjartað í samfélaginu og við eigum að standa sameiginlega vörð um hann og hafa umræðu um skólamál jákvæða og uppbyggilega.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
23.10.2024
Heil og sæl
Stutt vika hjá okkur núna þar sem vetrarfrí er framundan fimmtudag, föstudag, mánudag og þriðjudag.
Vikan hefur gengið vel og ýmislegt verið brallað. Nemendur á yngsta stigi voru í útikennslu í snjónum í gær. Myndir hér.
Í næstu viku verður Halloween og þá verður margt skemmtilegt að gerast. Á miðvikudag geta nemendur í 5.- 10. bekk og aðrir bæjarbúar farið í draugahús í félagsmiðstöðinni og nemendur yngsta stigs geta svo heimsótt draugahúsið á fimmtudag. Þá ætla einhver að ganga í hús og biðja um grikk eða gott og við vonum að öll taki vel á móti krökkunum. Fimmtudaginn 31. október verður í boði að koma í búningum í skólann.
Við vonum að þið njótið daganna framundan
Við sjáumst hress og kát á miðvikudag
Með góðum kveðjum
Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Lesa meira
18.10.2024
Heil og sæl kæra skólasamfélag
Vikan í Höfðaskóla gekk vel, nemendur unnu ýmis verkefni bæði innandyra og utan. Nú er farið að verða kalt úti og minnum við mikilvægi þess að nemendur séu klæddir eftir veðri og að endurskinsmerkin séu á sínum stað.
Foreldrafélagið hélt aðalfund s.l. mánudag og var mætingin ekki nógu góð. Foreldrasamstarf er mikilvægur hluti af skólastarfi og hlutverk foreldrafélags er að styðja við skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimilis og skóla. Öll sem eiga börn í Höfðaskóla eru hluti af foreldrafélaginu þó stjórnin sé fámenn. Foreldrafélagið skiptir máli og við vonum að við getum öll látið félagið skipta okkur máli.
Miðvikudaginn 23. október n.k. verður bleikur dagur í Höfðaskóla. Á vef Krabbameinsfélagsins segir: Á Bleika deginum hvetjum við landsmenn til að vera bleik - fyrir okkur öll bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.
Næsta vika verður stutt í annan endan þar sem vetrarfrí verður í Höfðaskóla 24., 25. og 28. október.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Lesa meira
15.10.2024
Nemendur á yngsta stigi skelltu sér í gögnuferð þar sem þau skoðuðu fugla og nutu veðurblíðunnar. Myndir hér.
Lesa meira
11.10.2024
Heil og sæl
Í gær voru menntabúðir og opið hús hjá okkur í Höfðaskóla og þökkum við öllum sem komu við kærlega fyrir komuna. Nemendur sýndu og kynntu ýmis verkefni og það er alltaf gaman að leyfa gestum og gangandi að sjá hvað nemendur eru að fást við.
Nemendur í sjónlistum hjá Kristbjörgu hafa verið að vinna með form og munstur og gerðu margar skemmtilegar myndir eins og sjá má hér til hliðar.
Aðalfundur foreldrafélagsins verður mánudaginn n.k. kl. 20:00 í Höfðaskóla. Við hvetjum öll til að mæta. Foreldrasamstarf skiptir mikllu máli og við þurfum að efla foreldrafélagið okkar enn frekar. Tökum höndum saman og fjölmennum á fundinn.
Núna er aldeilis farið að kólna og við biðjum ykkur um að passa uppá að börnin fari vel klædd í skólann og að strigaskórnir fari í frí og kuldaskórnir taki við. Einnig væri frábært, ef nemendur, sérstaklega á yngsti stigi, væru með auka sokkapar í töskunni.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Lesa meira
10.10.2024
Það var kátt á hjalla í frímínútum þegar nemendur skelltu sér út að leika í fyrsta snjó vetrarins. Myndir hér.
Lesa meira
07.10.2024
Fimmtudaginn 10. október n.k. verða menntabúðir og opið hús hjá okkur frá kl. 15:00-17:00.
Hlökkum til að sjá ykkur :)
Lesa meira
07.10.2024
Það er alltaf nóg um að vera á yngsta stigi. Í síðustu viku máluðu nemendur í textílhóp á efni og eru að búa til kodda. Í vikulokin fengu svo öll Andrés blað að gjöf frá Eddu útgáfu. Myndir hér.
Lesa meira