Fréttir

Víkingaverkefni í 4. og 5.bekk

Nemendur í 4. og 5. bekk héldu sýningu á víkingaverkefni sem þau hafa verið að vinna undanfarna daga. Þau teiknuðu og skreyttu myndir ásamt því að búa til rafbækur sem tengdist víkingum og lífi þeirra. Aðstandendum þeirra ásamt öðrum nemendum skólans var svo boðið á sýninguna. Flottir krakkar og flott verkefni. Myndir hér
Lesa meira

Reykjaskólaferð 7.bekkjar

Fréttir frá 7. bekk 7. bekkur fór í skólabúðir UMFÍ að Reykjaskóla mánudaginn 16. október og kom til baka fimmtudaginn 19. október. Mikið var um að vera, við fórum á ball, það var módelkeppni, sundlaugarparty, kvöldvaka, Við fórum mikið í GAGA í frjálsa tímanum okkar, en það er leikur sem er spilaður á pönnuvellinum, þar sem maður notar hendurnar til þess að skjóta fótbolta í fætur annarra leikmanna fyrir neðan hné. Við fórum líka á Byggðasafnið, það var gaman og fróðlegt. Í lokinn fengu allir að smakka hákarl sem vildu það. Ingimar Oddson sagði okkur sögu Grettis á skemmtilegan hátt. Við fræddumst um sveitastörf og fengum m.a. að finna lykt af heyi, hænsnaskít, kindaskít og hestaskít. Það var ekki góð likt af þessu en minnsta lyktin var af kindaskítnum. Við sáum líka ull sem búið var að rýja af kind. Við fórum líka í fullt af hópeflisleikjum og leiki þar sem við þurftum að treysta á þann sem var með okkur í hóp. Við kynntumst skemmtilegum krökkum sem voru þarna með okkur. Maturinn var mjög góður og við erum mjög ánægð og glöð með dvölina á Reykjum. Kveðja 7. bekkur
Lesa meira

Nemendaþing

Mánudaginn 20. nóvember boðar stjórnendateymi Höfðaskóla til nemendaþings. Umræðuefni á þinginu er líðan, stundatöflur, samskipti og kennsla. Dagur mannréttinda barna er 20. nóvember, á heimasíðu umboðsmanns barna kemur eftirfarandi fram: Mikilvægt er að börn og fullorðnir þekki réttindi barna samkvæmt Barnasáttmálanum og menntun barna í mannréttindum þarf að vera samofin öllu skólastarfi. Þó er gott að velja einn dag eða nokkra daga skólaársins sérstaklega til að vinna með og vekja athygli á mannréttindum barna. Afmælisdagur Barnasáttmálans er tilvalinn til þess. Leik-, grunn- og framhaldsskólar, svo og aðrir aðilar sem vinna með börnum, eru hvattir til að helga 20. nóvember fræðslu um mannréttindi barna. Daginn er hægt að nýta til vinnu eða til að kynna afrakstur vinnu sem hefur átt sér stað dagana á undan, eins konar uppskeruhátíð. Skólar eru hvattir til að hafa útfærslu verkefna sem fjölbreyttasta og til að virkja börnin til þátttöku í skipulagningu, hvetja þau til sköpunar og tjáningar. Mikilvægt er að hver skóli taki þátt á eigin forsendum og útfæri vinnuna að aðstæðum á hverjum stað. Þar sem aðstæður eru, gætu jafnvel heilu sveitarfélögin tekið sig saman, unnið saman verkefni og verið með sameiginlega viðburði í tilefni dagsins. Okkur í Höfðaskóla hlakkar til að halda fyrsta nemendaþingið okkar og vonum við að það festist í sessi og verði árlegt í tengslum við þennan dag. Niðurstöður þingsins verða teknar saman og kynntar að þingi loknu.
Lesa meira

Skólastarf í Höfðaskóla fellur niður þriðjudaginn 24. október.

Þriðjudaginn 24. október verður Kvennaverkfall og eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf þann dag. Frá árinu 1975 hafa konur lagt niður störf sín sex sinnum til að mótmæla kynbundnu misrétti. Konur við Höfðaskóla ætla að leggja niður störf þennan dag. Skólastarf í Höfðaskóla fellur því niður þriðjudaginn 24. október.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Vikan í Höfðaskóla gekk ljómandi vel. 7. bekkur fór í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði og skemmtu þau sér mjög vel. Það er mikill þroski sem felst í því að fara í svona ferð, gista annars staðar en heima hjá sér og kynnast nýju fólki. Ferðalagið var mismikil áskorun fyrir krakkana en öll komust þau í gegnum þetta og svei mér þá ef þau stækkuðu ekki um nokkra sentimetra á meðan þau voru í burtu. Valgreinadagur unglingastigs var haldinn hjá okkur í gær, fréttir og myndir frá því má sjá hér. Í næstu viku er Kvennaverkfall þann 24. október og ljóst að það gæti haft áhrif á skólastarfið þann daginn. Við sendum út upplýsingar til foreldra/forráðamanna ef breytingar verða. Þá er alþjóðlegi bangsadagurinn í næstu viku og mögulega verða einhverjir loðboltar á ferðinni um skólann þann daginn. Þeir kennarar sem ætla að taka þátt í deginum með sínum nemendahópum munu senda foreldrum/forráðamönnum upplýsingar um það. Það styttist svo og styttist í vetrarfríið okkar, en áður en það skellur á verða drungalegar verur á sveimi um bæinn á hrekkjavökunni, graskersútskurður með foreldrafélaginu, draugahús í félagsmiðstöðinni og margt fleira - nánar um það síðar. Að lokum minnum við ykkur á að hafa samband ef eitthvað er, við erum hér fyrir ykkur. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Fjöruferð

Krakkarnir í frístund nutu veðurblíðunnar sl. fimmtudag. Fóru í skemmtilega og fræðandi fjöruferð.
Lesa meira

Valgreinadagur unglingastigs

Fimmtudaginn 19. október var valgreinadagur unglinga á Skagaströnd, Húnabyggð og Húnaþingi vestra haldinn hjá okkur á Skagaströnd. Nemendur í 8.-10. bekk fóru í ýmsar smiðjur meðal annars flatkökugerð, skáka, d&d, moctails og picleball. Seinnipartinn hlustuðu þau á fyrirlestur hjá Ásdísi Ýr Arnardóttur en hún er sérfræðingur hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra og var með fræðslu um ofbeldi og samfélagsmiðla. Það var ekki annað að sjá en að nemendur hafi verið ánægðir með daginn. Myndir frá deginum má sjá hér.
Lesa meira

Fagurlitaðir regnbogar

Fagurlitaðir regnbogar skreyttu himininn sem skartaði sínu allra fegursta í sólarupprásinni í morgun. Veður var afskaplega gott, blankalogn og spá dagsins góð.
Lesa meira

Ruslatínsla

Nemendur 1.-3.bekkjar fóru út að tína rusl þriðjudaginn sl. Ekki veitti af eftir vindasama daga á undan.
Lesa meira

Könguló sem hvergi bjó

Við í 1. Bekk erum búinn að vera að læra um köngulær og erum að vinna ýmis verkefni í tengslum við það. Við erum að lesa bókina Könguló sem hvergi bjó. Könguló sem hvergi bjó er bók sem bæði er gaman að lesa og hlusta á. Hugrökk og hjálpsöm könguló sem sýnir okkur að góð framkoma og vinalegheit skila sér margfalt til baka. Við ræddum um hvað þær hafa margar fætur og hve mörg augu og ýmsar sögur komu upp, einnig fórum við út að leita að köngulóm og skoðuðum þær tvær sem við fundum.
Lesa meira