Fréttir

Skólahald næstu vikna.

Sæl kæru foreldrar Nú er ljóst að röskun verður á skólastarfi næstu daga/vikur. Það er foreldrum í sjálfsvald sett hvort þeir haldi börnum sínum heima þá daga sem þau annars ættu að vera í skólanum. Gott væri að fá að vita ef einhverjir hafa tekið ákvörðun um að halda börnum sínum heima á meðan á samkomubanni stendur. Óski foreldrar eftir að halda börnum sínum heima verður nemendum send verkefni til að vinna heima. Nánara skipulag verður sent út á morgun en ljóst er að þá daga sem nemendur munu mæta verða þau í skólanum frá 8:20-12:00, ekki verður hádegismatur í boði og frístund fellur niður. Kær kveðja Sara Diljá
Lesa meira

Viðbragðsáætlun Höfðaskóla

Hér má nálgast viðbragðsáætlun Höfðaskóla
Lesa meira

Að gefnu tilefni

Að gefnu tilefni, foreldrum mun berast tölvupóstur seinnipartinn í dag eða um helgina um fyrirkomulag skólastarfs næstu vikna.
Lesa meira

Frístundarstarfsmenn

Í Höfðaskóla eru lausar tvær stöður við frístund á næsta skólaári. Um er að ræða tvær 50% stöður með vinnutíma frá 12:00-16:00.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Sæl og blessuð Áfram heldur tíminn að æða frá okkur og mars kominn vel af stað. Það er margt um að vera og ýmislegt spennandi framundan hjá okkur. Í næstu viku, nánar tiltekið miðvikudaginn 11. mars verður litla upplestrarkeppnin okkar haldin í kirkjunni. Allir nemendur á miðstigi taka þátt og verða svo þrír sigurvegarar úr 7. bekk sendir áfram í stóru keppnina sem verður haldin á Blönduósi þann 19. mars n.k. 9. bekkur mun fara í samræmd próf 10. 11. og 12. mars og þann 24. mars fáum við heimsókn frá Krafti - stuðningsfélagi ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og ætlum að perla af krafti með þeim, það verður nánar auglýst þegar nær dregur. Við biðjum ykkur að fylgjast vel með fréttum frá okkur um helgina, ef fer sem horfir fara starfsmenn sem borga í stéttarfélagið Kjöl í verkfall á mánudag og þriðjudag og þá daga verður þá aðeins skóli hjá unglingastigi. Ekki verður hafragrautur í boði og ekki matur í Fellsborg í hádeginu, við vonum að samningar náist um helgina svo ekki komi til þessa. Annars gengur lífið í Höfðaskóla sinn vanagang, við fögnum fjölgandi birtustundum og vonum að nú fari veðrið að vera til friðs. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Öskudagurinn

Það voru draugar, litfagrar prinsessur, nornir og bófar á barnsaldri sem röltu syngjandi frá skólanum í dag í fylgd frístundarstarfsmanna. Það var síðan líf og fjör þegar börnin mættu í fyrirtæki bæjarins og sungu fyrir starfsfólk og fengu eitthvert góðgæti að launum. Þau voru ansi klifjuð af ilmandi gotterí þegar mætt var í frístund að göngu lokinni.
Lesa meira

Lausar stöður við skólann á næsta skólaári

Starfsfólk vantar við Höfðaskóla frá og með 1.ágúst 2020.
Lesa meira

Nýtt bókasafn Höfðaskóla

Í haust fagnaði Höfðaskóli 80 ára afmæli. Það hefur lengi verið draumur nemenda og starfsfólks að taka bókasafnið í gegn, kaupa þar inn ný húsgögn og gera það eftirsóknarverðara fyrir nemendur. Sá draumur varð að veruleika þegar Sveitarfélagið Skagaströnd gaf skólanum ný húsgögn á bókasafnið í afmælisgjöf. Þessi gjöf var kærkomin og mun nýtast okkur vel. Takk kærlega fyrir okkur.
Lesa meira

Grímuball

Öskudagsskemmtun verður haldn í íþróttahúsi Skagastrandar miðvikudaginn 26. febrúar kl 17.00 – 18.00 Gengið inn niðri að vestanverðu. Ekki er leyfilegt að vera á skóm inni í sal. Hvetjum alla til að mæta í búning. Bestu kveðjur Foreldrafélag Höfðaskóla
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Ótrúlegt en satt þá er einungis ein vika eftir af febrúar sem líkt og janúar hefur hrekkt okkur með vondum veðrum og kvefi. Umhverfisnefnd fundaði í vikunni og hægt er að nálgast fundargerð á heimasíðu skólans. Næsta vika verður viðburðarík mánudaginn er bolludagur og mega nemendur koma með bollur með sér í nestið. þriðjudaginn er sprengidagur og boðið uppá saltkjöt og baunir í Fellsborg. miðvikudaginn er öskudagur, nemendur mega mæta í furðufötum/búningum í skólann og svo er frí eftir hádegið svo hægt sér að fara á fyrirtækjaflakk og syngja. nemendum 1.-4.bekkjar stendur til boða, eins og önnur ár, að fara með frístund og syngja. Vetrarfrí verður föstudaginn 28.febrúar og mánudaginn 2.mars og vonum við að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir þessa daga. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Guðrún Elsa og Sara Diljá
Lesa meira