Fréttir

Krakkakosningar

Í dag kusu nemendur Höfðaskóla í krakkakosningum á vegum Umboðsmanns barna. Á Krakkarúv eru kynningarmyndbönd frambjóðenda sem nemendur horfðu á, áður en gengið var til kosninga. Við sendum niðurstöður til Umboðsmanns barna og verða heildarniðurstöður birtar að kosningum loknum. Við munum birta niðurstöður skólans að kosningum loknum. Svona verkefni er frábært í lýðræðiskennslu og þjálfun í að vera upplýstur borgari í lýðræðissamfélagi. Nemendur yngsta stigs fóru síðan öll saman niður í eldhús og fengu sér kosningakaffi.Nemendur yngsta stigs fóru síðan öll saman niður í eldhús og fengu sér kosningakaffi.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Góð vika að baki í Höfðaskóla. Viðrað vel til sundkennslu og útivistar. Dregið var í happdrætti nemenda í 9. og 10. bekk og má sjá vinningaskrá og miða hér. Nemendur á yngsta stig fóru í sveitaferð og skemmtu sér konunglega, myndir hér. Annar í hvítasunnu er næstkomandi mánudag og þar af leiðandi er þriggja daga helgi framundan. Námsmat er í fullum gangi og verður einnig í næstu viku og ná þá nemendur að ljúka þeim verkefnum sem þarf að klára fyrir frí. Eftir daginn í dag eru aðeins átta skóladagar eftir. Nemendur 9. og 10. bekkjar eru að fara í skólaferðalag til Kaupmannahafnar í Danmörku næstkomandi þriðjudagsmorgun og koma heim laugardaginn 25.maí, það verður gaman að fá að fylgjast með æfintýraför þeirra. Skólaslit Höfðaskóla fara fram í Hólaneskirkju, föstudaginn 31.maí kl. 13:00. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Heimboð að Kjalarlandi

Nemendur yngsta stigs fengu heimboð að Kjalarlandi. Skoðuðum og klöppuðum hænum, kindum, lömbum, ketti, hestum og folöldum. Skelltum okkur á hestbak í blíðunni og borðuðum nesti. Góður dagur og allir stóðu sig eins og hetjur.
Lesa meira

Í gær var dregið í happdrætti 9. og 10. bekkja Höfðaskóla

Í gær var dregið í happdrætti 9. og 10. bekkja Höfðaskóla. Við fengum síðuna Random.org til að velja númerin. Við þökkum öllum þeim sem keyptu af okkur miða og gáfu okkur vinninga fyrir happdrættið. Kærar kveðjur frá 9. og 10. bekk.
Lesa meira

Sundtökin æfð

Nokkrir nemendur úr 1. bekk æfðu sundtökin í morgunsárið. Kát og hress og stóðu sig vel.
Lesa meira

Heimsókn í Sauðárkróksbakarí

Nemendur í bakstursvali fóru í heimsókn í Sauðárkróksbakarí fyrir helgi og fengu að skoða allt bakvinnslusvæðið ásamt því að fá góða fræðslu frá Snorra bakara. Heimsóknin var skemmtileg og að sjálfsögðu settumst við svo niður í lokinn og gæddum okkur á góðgæti úr bakaríinu. Hver veit nema að það leynist bakari í hópnum. Bestu þakkir fyrir okkur Snorri og allir hinir í Sauðárkróksbakaríi.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Þá er enn ein skólavikan að renna sitt skeið, óhefðbundin v. frídags í gær. Í maí er gjarnan mikið um að vera í skólanum og að mörgu að hyggja áður en nemendur halda út í sumarið. Í vikunni fengu nemendur í 4.-7. bekk heimsókn frá lögreglunni, frétt frá því hér. Þá var íþróttadagur miðstigs haldinn hér hjá okkur og komu nemendur úr Húnaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra í heimsókn. Dagurinn var vel heppnaður og alltaf gott að hitta jafnaldra og gera sér glaðan dag. Nokkrar myndir hér. Skipulag næsta skólaárs er í fullum gangi og vonumst við til að geta kynnt valgreinar sem í boði verða fyrir nemendum í næstu viku og leyft þeim að velja. Veðrið er gott og nemendur eru duglegir að mæta á hjólum í skólann sem er frábært. Við minnum á að notkun hjálma er skylda. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Heimsókn frá lögreglunni

Nemendur í 4. - 7. bekk fengu skemmtilega heimsókn s.l. þriðjudag. Lögreglan kom og var með ýmiskonar fræðslu, Kahoot og í lokin var boðið upp á hjólaskoðun fyrir þau sem það vildu. Við þökkum Söru og Ásdísi fyrir komuna. Myndir hér.
Lesa meira

Fyrsta föstudagskveðjan í maí

Nú er maí genginn í garð (loksins myndu sumir segja) og veðrið hefur leikið við okkur undanfarna daga. Vikan var óhefðbundin þar sem 1. maí bar upp á miðvikudegi og því var frí þann dag. Í maí lengist útivisvartími barna og það fer gjarnan að bera á því að þau séu þreytt þegar þau koma í skólann eftir útiveru kvöldinu áður. Við biðjum foreldra að gæta þess að börnin séu ekki of lengi úti og fari þ.a.l. seint að sofa þó það sé erfitt að halda í við þau í blíðunni. Framundan hjá okkur er ýmislegt skemmtileg. Nemendur í 5.-7. bekk munu taka þátt í íþróttadegi miðstigs með Húnaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra en dagurinn verður haldinn hér hjá okkur n.k. þriðjudag og verður dagskráin frá 13:00-16:00. Við munum fá heimsókn frá lögreglunni sem kemur með rafhlaupahjólafræðslu og ýmislegt fleira. Nemendur í 9. og 10. bekk fara svo í ferð til Danmerkur dagana 21.-25. maí, svo það er nóg framundan. Í næstu viku kemur aftur rauður dagur en fimmtudaginn 9. maí er uppstigningardagur og því verður ekki skóli þann dag. Við vonum að þið njótið helgarinnar í veðurblíðunni Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Helgarkveðja á miðvikudegi

Stutt vika þessa vikuna, sumardagurinn fyrsti á morgun og skipulagsdagur á föstudaginn sem starfsfólk hefur unnið af sér. Það eru því allir á leið í langt helgarfrí eftir daginn í dag. Þrátt fyrir stutta viku var ýmislegt um að vera eins og vant er. Á mánudaginn fengu nemendur í 7.-10. bekk kynningu frá SSNV og í gær fóru nemendur í. 8.-10. bekk á valgreinadag í Húnabyggð. Myndir frá því hér. Ritstjórn Höfðafrétta hefur nú lagt lokahönd á skólablað vorsins sem farið er í prentun og verður borið út á öll heimili á Skagaströnd og í Skagabyggð. Við hlökkum til að sýna ykkur afraksturinn en nemendur hafa staðið sig mjög vel við gerð blaðsins og mega vera stolt af því. Í næstu viku kemur Ármann Óli sjúkraflutningamaður í heimsókn og fer yfir starf sitt sem slíkur í valgreininni starfakynningar, það verður án efa mjög fróðlegt og skemmtileg. Næsta vika verður tvískipt, frídagur á miðvikudaginn þar sem 1. maí ber upp þann dag. Semsagt, maí er handan við hornið, sólin hækkar og hækkar á lofti og áður en við vitum af verður komið að skólaslitum. Það er þó nóg eftir fram að því. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira