Fréttir

Föstudagskveðja

Heil og sæl Í gær voru menntabúðir og opið hús hjá okkur í Höfðaskóla og þökkum við öllum sem komu við kærlega fyrir komuna. Nemendur sýndu og kynntu ýmis verkefni og það er alltaf gaman að leyfa gestum og gangandi að sjá hvað nemendur eru að fást við. Nemendur í sjónlistum hjá Kristbjörgu hafa verið að vinna með form og munstur og gerðu margar skemmtilegar myndir eins og sjá má hér til hliðar. Aðalfundur foreldrafélagsins verður mánudaginn n.k. kl. 20:00 í Höfðaskóla. Við hvetjum öll til að mæta. Foreldrasamstarf skiptir mikllu máli og við þurfum að efla foreldrafélagið okkar enn frekar. Tökum höndum saman og fjölmennum á fundinn. Núna er aldeilis farið að kólna og við biðjum ykkur um að passa uppá að börnin fari vel klædd í skólann og að strigaskórnir fari í frí og kuldaskórnir taki við. Einnig væri frábært, ef nemendur, sérstaklega á yngsti stigi, væru með auka sokkapar í töskunni. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Lesa meira

Fyrsti snjórinn :)

Það var kátt á hjalla í frímínútum þegar nemendur skelltu sér út að leika í fyrsta snjó vetrarins. Myndir hér.
Lesa meira

Menntabúðir og opið hús

Fimmtudaginn 10. október n.k. verða menntabúðir og opið hús hjá okkur frá kl. 15:00-17:00. Hlökkum til að sjá ykkur :)
Lesa meira

Fréttir af yngsta stigi

Það er alltaf nóg um að vera á yngsta stigi. Í síðustu viku máluðu nemendur í textílhóp á efni og eru að búa til kodda. Í vikulokin fengu svo öll Andrés blað að gjöf frá Eddu útgáfu. Myndir hér.
Lesa meira

Föstudagur enn á ný

Heil og sæl Þá er enn ein vikan að líða hjá, veðrið var nokkuð gott þó kalt sé úti og nemendur brölluðu ýmislegt skemmtilegt. Í frímínútum hefur kuldinn aðeins bitið í kinnarnar og koma þau rjóð inn eftir útiveru. Nokkrar myndir hér. Nemendur á unglingastigi fóru á Hvammstanga s.l. miðvikudag og gekk það vel. Frétt frá því hér. Verkefnið jól í skókassa er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Okkur í Höfðaskóla langar að leggja þessu verkefni lið í ár, en allar upplýsingar um verkefnið má finna hér og nánari upplýsingar koma frá okkur á mánudag. Engin skylda verður að taka þátt. Í næstu viku verða menntabúðir og opið hús hjá okkur fimmtudaginn 10. október. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag þess mun einnig berast eftir helgi. Að lokum langar okkur að minna á mikilvægi þess að hafa jákvæðan skólabragð ætíð að leiðarljósi. Jákvæður skólabragur er hugtak sem lýsir heildarstemningu, samskiptum og viðhorfum innan skólasamfélags. Hann felur í sér að stuðla að umhverfi þar sem öll upplifa öryggi, virðingu, hvatningu og jákvæð samskipti. Þessi jákvæði andi mótar hvernig fólk vinnur saman, hvernig nemendur læra og hvernig þeir líða á meðan á skólagöngunni stendur og það er í höndum okkar allra að vinna að þessu í sameiningu :) Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Valgreinadagur á Hvammstanga

Í gær fóru nemendur í 8.-10. bekk í heimsókn á Hvammstanga þar sem haldinn var valgreinadagur. Slíkur viðburður er haldinn tvisvar yfir skólaárið og skiptast skólarnir á Hvammstanga, Húnabyggð og hér hjá okkur á að halda daginn. Dagurinn gekk vel og er ekki annað að heyra en nemendur hafi verið sátt og sæl. Nokkrar myndir hér.
Lesa meira

Sviðslistir á yngsta stigi - grímugerð

Nemendur á yngsta stigi í sviðslistum horfðu á leikritið Dýrin í Hálsaskógi um daginn og fengu svo að velja sér hlutverk úr leikritinu. Nú eru búningar að verða klárir og fyrsta æfing tekin í dag. Myndir hér.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélagsins
Lesa meira

Síðasta föstudagskveðja septembermánaðar

Heil og sæl kæra skólasamfélag Þá er enn ein skólavikan að baki og hún gekk heilt yfir mjög vel. Margt var brallað bæði innandyra og utan og allir lögðu sitt af mörkum til að skapa skemmtilegt og lærdómsríkt andrúmsloft. Ritstjórn Höfðafrétta sá um náttfatadag í vikunni og var mikil gleði í húsinu. Hér má sjá myndir af stemningunni frá þeim degi, þar sem nemendur og kennarar tóku virkan þátt og gerðu daginn eftirminnilegan. Við viljum minna foreldra og forráðamenn á mikilvægi þess að upplýsa starfsfólk frístundar um hvaða íþróttir börnin eiga að sækja svo hægt sé að tryggja að þau komist á réttum tíma á rétta staði. Þetta auðveldar alla skipulagningu. Einnig viljum við biðja foreldra/forráðamenn barna í tónlistarskólanum að vera meðvitaða um hvenær börnin eiga tónlistartíma og hjálpa þeim að muna eftir þeim á morgnanna. Hafragrauturinn hefur verið vel sóttur það sem af er skólaárinu og minnum á að hann er í boði alla morgna, frábær byrjun á deginum fyrir nemendur. Í næstu viku verður valgreinadagur unglingastigsins haldinn á Hvammstanga, miðvikudaginn 2. október. Farið verður frá skólanum kl. 12:30 og áætluð heimkoma er um kl. 21:00. Grunnskólinn á Hvammstanga er símalaus skóli og mikilvægt að nemendur okkar virði þær reglur sem þar eru settar. Einnig minnum við á að þriðjudaginn 1. október fer starfsfólk skólans á námskeið og því fellur bæði kennsla og frístund niður eftir kl. 14:00 þann dag. Að lokum viljum við minna á að nú færist myrkrið yfir og það er mikilvægt að nemendur séu með endurskinsmerki svo öll sjáist vel á leið í og úr skóla Við óskum ykkur öllum góðrar helgar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira