Fréttir

Öskudagurinn í Höfðaskóla

Nemendur skólans mættu galvösk í skólann í gærmorgun, öskudag. Margir klæddust skrautlegum búningum og var gleðin við völd. Eftir hádegið héldu sönghópar af stað með bros á vör og fylltust fljótt fyrirtæki og verslanir af börnum sem sungu fyrir nammi sem gæti enst fram á sumar (eða allavegana fram að helgi).
Lesa meira

Öskudagur

Kennslu fellur niður eftir hádegið á morgun, öskudag, hjá nemendum skólans. Nemendum 1.-4.bekkar stendur til boða að mæta í frístund og fara með hópnum milli fyrirtækja og syngja fyrir nammi. Minnum á grímuball í íþróttahúsinu frá kl. 16:00-17:30 í íþróttahúsinu. Einnig er grímuball fyrir nemendur unglingastigs kl. 19:30-21:30 í félagsmiðstöðinni.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl! Vikan var stutt hjá okkur með aðeins þrjá skóladaga eftir gott vetrarfrí. Í næstu viku hefst sundkennsla á ný, og hún verður áfram á mánudögum og þriðjudögum eins og fyrir áramót. Allir nemendur skólans verða keyrðir í sund, en íþróttatímar á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum haldast óbreyttir. Bolludagur er mánudaginn 3. mars, og þá verða bollur í boði fyrir nemendur skólans í morgunkaffinu ásamt hafragraut og ávöxtum. Öskudagur er miðvikudaginn 5. mars, og þá mæta nemendur og kennarar í búningum til að gera sér glaðan dag. Nemendum í 1.–4. bekk stendur einnig til boða að taka þátt í frístund og fara með hópnum milli fyrirtækja til að syngja fyrir nammi.
Lesa meira

Hönnun og hugvit í fyrirrúmi – Nemendur vernda egg í fallprófi

Á miðvikudaginn í síðustu viku tóku nemendur í tilraunavali þátt í keppni þar sem markmiðið var að hanna leið til að vernda egg gegn skemmdum þegar það var látið falla úr mikilli hæð. Eins og má sjá á meðfylgjandi myndum nýttu nemendur fjölbreyttan efnivið og skapandi hugsun til að leysa áskorunina. Reyndu sumir að nota fallhlífar til að koma egginu sínu öruggu niður til jarðar, á meðan aðrir notuðu blöðrur, pappakasa, tuskur, sykurpúða, og önnur mjúk efni til að draga úr álagi við lendingu. Hópurinn sem vann keppnina var valinn fyrir frumlegustu hönnunina og fyrir að halda egginu sínu óskemmdu. Viðburðurinn reyndist nemendum bæði skemmtilegur og fræðandi og gaf þeim tækifæri til að speyta sig í hönnun og verkfræði á áhugaverðan hátt.
Lesa meira

Glitrandi dagur 28.febrúar

Glitrandi dagur í Höfðaskóla föstudaginn 28.febrúar. Við ætlum að glitra með einstökum börnum. Markmiðið er að vekja athygli á degi sjaldgæfra sjúkdóma og heilkenna. Við hvetjum öll til að mæta glitrandi í skólann.
Lesa meira

Föstudagskveðja fyrir vetrarfrí

Þá er skólavikan að renna sitt skeið og vetrarfrí hjá nemendum og starfsfólki handan við hornið en frí verður á mánudag og þriðjudag. Í vikunni var ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt brallað. Nemendur unnu ýmis verkefni innandyra og utan og nemendur í 8.-10. bekk svöruðu íslensku æskulýðsrannsókninni. Í list- og verkgreinum unnu nemendur fjölbreytt verkefni og á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá afrakstur vinnu í textíl hjá nemendum á miðstigi. Veðrið hefur leikið við okkur og verið hálfgert vor í lofti þrátt fyrir að við séum stödd í febrúar. Nemendur hafa sumir hverjir dregið fram hjólin sín og því minnum við á mikilvægi þess að nemendur séu með hjálma þegar hjólað er. Í gær stóð nemendafélagið fyrir bíó kvöldi fyrir nemendur á miðstigi sem heppnaðist mjög vel, nemendur horfðu á myndina Goosbumps og fengu popp og drykk. Næsta vika verður stutt v. vetrarfrís en föstudaginn 28. febrúar verður glitrandi dagur í Höfðaskóla en þann dag tökum við þátt í viðburði Einstakra barna þar sem markmiðið er að vekja athygli á sjaldgjæfum sjúkdómum og heilkennum. Við hvetjum öll til að sýna stuðning og mæta í einhverju glitrandi í skólann þann dag. Við vonum að þið njótið vetrarfrísins Með góðum kveðjum Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Lesa meira

Göngutúr inn að Hrafná

Í dag fór yngsta stig inn að Hrafná. Tilgangur ferðarinnar var að nýta góða veðrið og safna skeljum sem við ætlum að reyna að föndra úr seinna. Hrafná og fjaran er endalaus uppspretta ævintýra og margt sem heillar. Í dag var sko lukkan heldur betur með hópnum þegar forvitinn selur fór að fylgjast með krökkunum. Hann synti fram og aftur, veifaði okkur og kom mjög nálægt landi. Þegar hann stakk höfðinu upp úr til að kíkja á krakkana hoppuðu þau af kæti yfir þessum forvitna félaga. Frábær ferð þrátt fyrir nokkrar blautar tásur
Lesa meira

Föstudagskveðja

Sæl öll Það hefur verið einstakt veður að undanförnu, daginn er farinn að lengja og vorið minnir á sig. Við fengum til okkar öfluga gesti frá björgunarsveitinni, slökkviliðinu og lögreglunni, sem fræddu okkur um mikilvægt öryggisstarf. Nemendur fengu að skoða spennandi búnað, setjast inn í neyðartæki. Það var sérstaklega skemmtilegt að sjá hversu áhugasamir nemendur voru og hversu margar góðar spurningar þeir höfðu. Í næstu viku munu nemendur í 10. bekk leggja leið sína á Sauðárkrók þar sem þeir fá tækifæri til að kynna sér Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) og njóta skemmtilegrar leiksýningar, Rocky Horror. Við minnum á holla og góða hafragrautinn okkar sem og ávextina í morgunkaffinu að ógleymdum ljúffengum hádegismat í Fellsborg. Njótið helgarinnar og mætum endurnærð inn í nýja viku! Með bestu kveðju Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Lesa meira

1-1-2 dagurinn

Í dag er 1-1-2 dagurinn, eins og segir á heimasíðu neyðarlínunnar er haldið upp á 112 þann 11. febrúar á hverju ári því að dagsetningin 11. 2. minnir okkur á neyðarnúmer allra landsmanna, 112. Það er mikilvægt að minna á þetta númer af því þetta er eina númerið sem landsmenn þurfa að þekkja í neyð. Við fengum í heimsókn til okkar slökkvilið, lögreglu og björgunarsveit, nemendur fengu að fara út og skoða bílana og spjalla við viðbragðsaðila. Vinir okkar af leikskólanum komu einnig og skoðuðu bílana sem var mjög skemmtilegt. Myndir hér.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Nú er frost á Fróni, frýs í æðum blóð, kveður kuldaljóð Kári í jötunmóð. Yfir laxalóni liggur klakaþil, hlær við hríðarbyl hamragil. Mararbára blá brotnar þung og há unnarsteinum á, yggld og grett á brá. Yfir aflatjóni æðrast skipstjórinn, harmar hlutinn sinn hásetinn. Horfir á heyjaforðann hryggur búandinn: ,,Minnkar stabbinn minn, magnast harðindin. – Nú er hann enn á norðan, næðir kuldaél, yfir móa og mel myrkt sem hel.“ Bóndans býli á björtum þeytir snjá, hjúin döpur hjá honum sitja þá. Hvítleit hringaskorðan huggar manninn trautt; Brátt er búrið autt, búið snautt. Þögull Þorri heyrir þetta harmakvein gefur grið ei nein, glíkur hörðum stein, engri skepnu eirir, alla fjær og nær kuldaklónum slær og kalt við hlær: ,,Bóndi minn, þitt bú betur stunda þú. Hugarhrelling sú, er hart þér þjakar nú, þá mun hverfa, en fleiri höpp þér falla í skaut. Senn er sigruð þraut, ég svíf á braut“. Góða helgi frá starfsfólki Höfðaskóla
Lesa meira