21.05.2025
Í dag komu fulltrúar Kiwanisklúbbsins Drangeyjar og lögreglunnar á Norðurlandi vestra í Höfðaskóla og færðu öllum nemendum 1. bekkjar reiðhjólahjálma og grilluðu fyrir þau pylsur.
Nú er runninn upp tími reiðhjóla, hlaupahjóla, hjólabretta og línuskauta og mikilvægt að hjálmur sitji á hverju höfði. Það voru glaðir krakkar sem tóku á móti þessari góðu gjöf hér í dag
Lesa meira
20.05.2025
Nemendur á yngsta stigi fengu heimboð í fjárhúsin hjá Jóni Heiðari og Kristínu Birnu. Þar fengu þau að klappa og halda á lömbum og sjá lamb fæðast. Skoða fjárhúsin og upplifa sveitalífið. Það var mikið gaman hjá öllum og ógleymanleg upplifun fyrir litlu gestina úr skólanum. Við þökkum Jóni og Kristínu kærlega fyrir.
Lesa meira
19.05.2025
Í dag tók starfsfólk skólans áskorun frá nemendum og við fórum í vatnsstríð :) Lögreglan slóst svo í hópinn og það er óhætt að segja að það hafi verið mikil gleði. Frábært uppbrot og nú vonum við bara að þessi maí blíða verði árleg svo hægt sé að endurtaka leikinn næsta vor. Myndir hér.
Lesa meira
16.05.2025
Elva stærðfræðikennari og nemendur í 7.-10. bekk færðu stærðfræðitímana út í blíðuna í dag. Myndir hér.
Lesa meira
16.05.2025
Í dag kom Henrý frá Kjalarlandi í heimsókn í frístund, það vakti mikla lukku hjá krökkunum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd :)
Lesa meira
16.05.2025
Það er óhætt að segja að veðrið hafi leikið við okkur í þessari viku. Nemendur hafa unnið að því að ljúka hinum ýmsu námsmats verkefnum á milli þess sem við skellum okkur út í góða veðrið. Við reynum að vera dugleg að setja inn fréttir og myndir frá því sem við erum að bralla og á síðunni okkar er einmitt að finna myndir frá útiveru vikunnar.
Á þriðjudaginn komu listamenn frá verkefninu List fyrir alla í heimsókn til okkar með múrbalasmiðju sem var mjög skemmtilegt uppbrot og í gær fóru nemendur á miðstigi á miðstigsleika í Húnabyggð þar sem þau tóku þátt í ýmsum smiðjum með jafnöldrum sínum frá Húnabyggð og Hvammstanga.
Á mánudaginn næsta spá veðurguðirnir áframhaldandi blíðu og hafa nemendur óskað eftir því að fara í vatnsbyssustríð við starfsfólk skólans að sjálfsögðu skorumst við ekki undan því. Þau sem eiga vatnsbyssur (ath. aðeins í boði að koma með litlar byssur) mega koma með þær og endilega taka með sér stuttbuxur, stuttermabol, handklæði og aukaföt.
Við vonum að þið njótið blíðunnar um helgina, munið eftir sólarvörninni :)
Með góðum kveðjum
Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Lesa meira
15.05.2025
Í dag er algjör rjómablíða hjá okkur og nutum við veðurblíðunnar alveg í botn.
Myndir hér.
Lesa meira
15.05.2025
Nemendur í tilraunavali hafa að undanförnu unnið með líffræði og fengið að kynnast því hvernig vísindamenn rannsaka lífverur í sínu náttúrulega umhverfi. Á miðvikudaginn í síðustu viku fóru þeir í fuglatalningu á Höfðanum og fengu til liðs við sig Einar Þorleifsson náttúrufræðing, sem hefur mikla reynslu af slíkum rannsóknum. Einar fræddi nemendur um tilgang fuglatalninga og mikilvægi þeirra til að fylgjast með breytingum á dýrastofnum. Í fuglaleitinni fundu nemendur fjölbreyttar fuglategundir, þar á meðal æðarfugla, svartbaki, rauðbrystinga, tjalda, kríur og fleiri tegundir. Verkefnið gekk vel og veitti nemendum dýrmæta innsýn í aðferðir vistfræðilegra rannsókna og mikilvægi umhverfisverndar.
Myndir hér.
Lesa meira
13.05.2025
Kraftur, samvinna og gleði Í dag skelltum við okkur í útikennslu og héldum inn að Hrafná þar sem við tókum hraustlega á því – í bókstaflegri merkingu! Krakkarnir óðu fram og til baka yfir kaldan og grýttan farveginn og létu ekki kuldann á sig fá og sumir urðu blautir upp fyrir mitti, en það kom ekki að sök – gleðin og hlátrasköllin voru allsráðandi. Krakkarnir sýndu einstakan dugnað, hvöttu hvort annað áfram og hjálpuðust að eins og sannir liðsfélagar. Ferðin tókst virkilega vel og var bæði skemmtileg og styrkjandi – bæði líkamlega og andlega.
Lesa meira
09.05.2025
Það er óhætt að segja að það sé viðburðarík vika að líða undir lok hjá okkur í Höfðaskóla.
Ingunn danskennari kom til okkar og nemendur voru í tímum hjá henni sem endaði svo á sameiginlegum tíma með foreldrum, sem var mjög skemmtilegt. Nánar og myndir hér.
Í gær vorum við svo með rýmingaræfingu þar sem bruna boðinn var settur af stað og við æfðum okkur að rýma húsið á sem skemmstum tíma. Það gekk allt vonum framar og við stefnum á að endurtaka æfinguna aftur í haust. Nemendur fylgdu öll þeim fyrirmælum sem gefin voru og óhætt að segja að þau hafi staðið sig frábærlega.
Eftir hádegi var svo umhverfisdagur hjá okkur, dagurinn byrjaði vel, nemendur héldu af stað í að tína rusl og stóðu sig frábærlega. Það skall svo á með leiðindar veðri svo við fórum aftur inn í skóla og kláruðum daginn þar og enduðum á pylsugrilli. Vel heppnaður dagur þrátt fyrir veðrið :)
Nú er aldeilis farið að styttast í annan endan á skólaárinu hjá okkur, aðeins tvær og hálf vika eftir. Í næstu viku verður íþróttadagur miðstigs haldinn í Húnabyggð, við sendum út upplýsingar um það eftir helgina.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá, Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Lesa meira