Fréttir

Á skíðum skemmti ég mér :) - Skráning hér! - BREYTT TÍMASETNING

Ungmennafélagið Fram stendur fyrir skíðaferð 15. MARS
Lesa meira

Þemadagur - íþróttatreyjur

Ritstjórn Höfðafrétta hvetur öll til að taka þátt.
Lesa meira

Eineltisteymi

Eineltisáætlun Höfðaskóla er í endurskoðun en mikilvægt er að uppfæra áætlun reglulega og passa uppá að allir ferlar séu í góðu lagi. Í eineltisteymi Höfðaskóla sitja Berglind Hlín, Gigga og Gísli. Nánar hér.
Lesa meira

Föstudagskveðja á hlaupársdegi :)

Vikan er stutt í annan endan hjá nemendum þar sem skipulagsdagur er á morgun í Höfðaskóla og nemendur því komnir í helgarfrí. Sem fyrr er nóg um að vera hjá okkur í skólanum. Framkvæmdir voru við nýja vinnuaðstöðu ritara s.l. helgi og eru nemendur með margar hugmyndir um hvernig rýmið getur nýst, t.d. opna í skólanum kvikmyndahús þar sem þetta sé kjörin afgreiðsla fyrir slíkt :) Á mánudaginn buðu nemendur í 6. og 7. bekk öðrum nemendum og starfsfólki á kynningu á áhugasviðsverkefnunum sínum sem var mjög skemmtilegt. Fjölbreytt og skemmtileg verkefni hjá þeim. 10. bekkur heimsótti FNV s.l. þriðjudag, skoðaði skólann og heimavistina og fór á leikritið með Allt á hreinu. Ferðin gekk vel þó að þau hafi þurft að fara lengri leiðina heim vegna veðurs. Unglingastigið fékk svo kynningu á námsframboði á Menntavísindasviði ásamt kynningu á starfi kennara í gær í valáfaganum starfakynningar. Í dag glitruðu mörg með einstökum börnum til að vekja athygli á sjaldgæfum sjúkdómum og heilkennum. Á mánudag og þriðjudag ætla stjórnendur undir dyggri leiðsögn Haddýar að sjá um hádegismatinn, það er alltaf skemmtilegt að skipta um hatta og hlökkum við mikið til. Skólablaðið Höfðafréttir verður gefið aftur út með vorinu og er undirbúningur í fullum gangi. Alltaf nóg um að vera. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Starfsdagur 01.03.24

Starfsdagur er hjá öllu starfsfólki skólans föstudaginn 01.03.24, þá er hvorki kennsla né frístund.
Lesa meira

Síðasta föstudagskveðjan í febrúar

Þá fer febrúar að renna sitt skeið og mars handan við hornið. Í þessari viku var ýmislegt brallað í Höfðaskóla enda alltaf nóg um að vera. Veðrið heldur áfram að sveiflast til og frá og mikilvægt að nemendur séu klæddir eftir veðri og gott að vera með auka sokka í tösku þegar blautt er úti. Þriðjudaginn 27. febrúar n.k. fer 10. bekkur í heimsókn í FNV þar sem þau ætla skoða skólann og heimavistina og fara á skólaleikritið með Allt á hreinu. Það er alltaf gaman að brjóta upp hversdagsleikann og bregða sér af bæ. Fimmtudaginn 29. febrúar verður glitrandi dagur í Höfðaskóla en þann dag ætlum við að glitra með Einstökum börnum og vekja þannig athygli á degi sjaldgæfra sjúkdóma og heilkenna. Á heimasíðu Einstakra barna má finna ýmsar upplýsingar sem gott er fyrir öll að kynna sér. Föstudaginn 1. mars verður svo skipulagsdagur í Höfðaskóla og því hvorki kennsla né frístund þann dag. Mikil ánægja er hjá nemendum eftir að ávaxtastundum var fjölgað en nú fáum við ávexti þrjá daga í viku í nestistímanum. Hafragrauturinn góði er svo í boði alla morgna og um að gera að koma í graut fyrir kennslu. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Tilraunir í efnafræði

Nemendur í 6. og 7. bekk voru í verklegri efnafræði fimmtudaginn 15. febrúar því þeir hafa verið að læra ýmislegt í efnafræði, svosem um sýrustig, efnablöndur, efnasambönd og frumefni. Gerðar voru 3 tilraunir og er ein þeirra langtímatilraun. Við byrjuðum á að setja soðin egg í skurni annars vegar í vatn og hins vegar í ediksýru. Við ætlum að fylgjast með næstu vikur hvað gerist við eggin. Tilgangurinn er að sjá hvort ediksýra hafi áhrif á eggjaskurninn og eggið. Næst gerðum við tilraun með þurrger, vatn og sykur og fengum það til að mynda koltvíoxíð sem við söfnuðum í blöðru og sáum þegar blaðran fór að fyllast af því. Að lokum gerðum við sýrustigstilraun þar sem við notuðum rauðkálssafa sem litvísi og helltum honum saman við edik, kranavatn, vatn með matarsóda, klór, sódavatn með bragði og lit, sítrónusafa, spritt og sykurblandað vatn. Flestir þessara vökva voru glærir og skiptu um lit þegar rauðkálssafinn kom saman við. Við sýrustigsmældum vökvana og komumst að því að sumir voru með mjög lágt Ph-gildi (súrir), aðrir með frekar hátt Ph-gildi (basískir) og aðrir nær hlutlausir (Ph-gildi 7). Við fengum sýrustigsstrimla hjá BioPol til að vinna þetta verkefni. Þetta var mjög skemmtilegur verklegur tími og nauðsynlegt að geta gert svona einfaldar tilraunir með efni sem eru aðgengileg á flestum heimilum. Vissulega eru sum þeirra merkt með varúðarmerkingum og ber að umgangast þau þá með varúð.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Vikan var stutt hjá okkur, aðeins þrír skóladagar eftir gott vetrarfrí. Bolludagurinn var sl. mánudag og að því tilefni lærðu nemendur á unglingastigi, sem eru með bakstur sem valgrein, að baka vatnsdeigsbollur. Hingað mættu svo hinar ýmsu furðuverur á miðvikudaginn og var kennslu slitið klukkan 12:00 og héldu nemendur þá af stað í söng leiðangur um samfélagið. Foreldrafélög leik- og grunnskólans stóðu svo fyrir öskudagsskemmtun í íþróttahúsinu og er ekki annað að heyra á nemendum en að þau hafi skemmt sér mjög vel. Síðasti dagurinn hennar Esme fyrir barneignarleyfi var í dag. Við minnum svo á hafragrautinn okkar sem er í boði alla morgna sem og ávaxta stund á mán-, mið- og föstudögum en þá daga þurfa nemendur ekki að koma með nesti. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Öskudagur

Það eru fáir dagar sem setja jafn mikinn svip á bæjarlífið á Skagaströnd og öskudagur. Börnin vakna snemma klæðast skrautlegum búningum mæta flest þannig í skólann. Söngliðin arka svo um bæinn og heimsækja fyrirtæki, verslanir og stofnanir þar sem þau bjóða fram söngva í skiptum fyrir góðgæti. Uppskera þeirra verður mjög ríkuleg þó deila megi um næringarfræðilegt gildi hennar. Nemendur 1.bekkjar voru ansi skrautleg.
Lesa meira