24.10.2025
Kæru foreldrar/forráðamenn
Opna húsið okkar miðvikudaginn 22.okt sl. gekk einstaklega vel og þökkum við öllum þeim sem sáu sér fært að koma og heimsækja okkur. Það var dásamlegt að sjá hversu margir komu og sýndu starfi nemenda skólans áhuga. Myndir hér
Hápunktur vikunnar var án efa Jól í skókassa verkefnið, þar sem nemendur pökkuðu inn skókössum og settu í þá gjafir handa börnum í Úkraínu. Þurftu þau að setja sig í aðstæður annarra og vinna saman að því að gleðja börn sem þurfa á hjálp að halda. Nemendur 9. og 10.bekkjar stóður fyrir vöfflukaffi þar sem söfnuðust 73.500 krónur til styrktar þessu mikilvæga verkefni. Við þökkum kærlega öllum sem styrktu málstaðinn með frjálsum framlögum. Myndir hér
Nemendur í 8.-10. bekk fengu einstakt tækifæri til að læra að búa til smørrebrød að dönsku sið. Þau sýndu matargerðinni mikinn áhuga, unnu sama og snæddu svo saman. Það er einstakt tækifæri að fá hingað í heimsókn danskan farkennara sem dvelur allan októbermánuð. Myndir hér
Í næstu viku munu nemendur 1.-2.bekkjar halda áfram að vinna þemaverkefni um bílinn meðan nemendur 3.og 4. bekkjar vinna með bókina Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur. Miðstigið heldur áfram að krúttast með ungana sína, sem eru óendanleg uppspretta gleði.
Við þökkum fyrir ómetanlegan stuðning og hlökkum til að halda áfram að vinna með frábæru nemendunum okkar.
Við óskum ykkur ánægjulegrar helgar
Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Lesa meira
23.10.2025
8.-9.-10. klasse har gæstelærer fra Danmark i oktober måned. I dag var eleverne i køkkenet for at lave et klassisk stykke dansk smørrebrød: En kartoffelmad.
Opgaven er en del af danskundervisningen, hvor fokus er at anvende og tale dansk i en meningsfuld sammenhæng. Som optakt til arbejdet i køkkenet har eleverne lært lidt om dansk madkultur, og herefter har de lavet små plakater med nyttige sætninger - på dansk - til brug under arbejdet med at lave smørrebrød. Plakaterne var hængt op i køkkenet som sproglig støtte undervejs i arbejdet. Så snart eleverne var i køkkenet, forstod lærerne (næsten) ikke islandsk eller engelsk, så samtalerne måtte foregå på dansk.
Alle klarede det rigtig flot.
Som afslutning på dette forløb laver eleverne i næste uge et (imaginært) opslag på Instagram. De har derfor taget billeder undervejs i processen med smørrebrødet, og opslaget skal naturligvis være på dansk.
Jenný og Grete
Lesa meira
21.10.2025
Á morgun er opið hús í skólanum frá kl. 16:00 til 18:00 og eru öll hjartanlega velkomin. Þetta er frábært tækifæri til að koma í heimsókn og kynnast starfi skólans betur.
Góðgerðarvikan okkar er hafin og við erum þegar farin að setja í kassana sem eiga að fara til Úkraínu. Þetta er mikilvægt verkefni þar sem við leggjum okkar af mörkum til að hjálpa þeim sem þurfa á því að halda. Nemendur sýna mikinn áhuga á þessu góða málefni.
Á opna húsinu er boðið upp á vöfflukaffi sem kostar ekkert, en við tökum við frjálsum framlögum og rennur allur ágóði til góðgerðarvikunnar. Þetta er leið til að styðja við gott málefni á sama tíma og við njótum þess að setjast niður og spjalla.
Endilega kíkið við í heimsókn í Höfðaskóla.
Lesa meira
17.10.2025
Kæru foreldrar og forráðamenn,
Enn ein vikan er liðin hjá okkur í skólanum og er komið að föstudagskveðju.
Síðastliðin vika hófst á skipulagsdegi þar sem starfsfólk skólans kom saman til að undirbúa næstu vikur og skipuleggja námsefni og verkefni fyrir nemendur. Slíkir dagar eru mikilvægir.
Ungarnir eru farnir að skríða út úr eggjunum sínum og vekur það ómælda gleði nemenda og starfsfólks.
Nemendur á yngsta stig hafa verið í tónlistarsköpun í þessari viku. Nemendur hafa fengið að prófa sig áfram með mismunandi hljóðfæri, búa til eigin lög og læra um hrynjanda og takt.
Námsmat úr fyrstu sex vikna námslotu vetrarins mun berast foreldrum og forráðamönnum þriðjudaginn 21. október. Við hvetjum ykkur til að lesa matið yfir með börnunum ykkar og ræða málin við þau.
Í næstu viku er þemavika sem heitir Góðgerðarvika. Miðvikudaginn 22. október er bleikur dagur og við hvetjum alla til að mæta í bleikum fatnaði til að sýna stuðning við mikilvægt málefni. Sama dag er einnig opið hús frá kl. 16:00- 18:00 þ.e. tvöfaldur dagur hjá starfsfólki og nemendum. Hlökkum til að sjá ykkur.
Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn fimmtudaginn 23. október kl. 19:00 og strax þar á eftir verður fyrirlestur frá lögreglunni sem heitir „Börn, unglingar og samfélagsmiðlar". Þetta er mikilvægt efni fyrir alla foreldra/forráðamenn og við hvetjum ykkur eindregið til að mæta.
Með samvinnu sköpum við ánægjulegt námsumhverfi fyrir börnin okkar.
Við óskum ykkur ánægjulegrar helgar
Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Lesa meira
15.10.2025
Nemendur 3. og 4. bekkjar kynntu sér hljóðfæri og lærðu að finna taktinn í sameiningu undir leiðsögn Kristbjargar í List og verkgreinum.
Lesa meira
15.10.2025
Útungun á miðstigi gengur vel og skreið einn lítill hnoðri úr eggi í morgun. Ef marka má göt og læti í öðrum eggjum er ekki langt í að fleiri bætist í hópinn.
Myndir hér
Lesa meira
10.10.2025
Kæru foreldrar og forráðamenn.
Sjö fulltrúar úr unglingadeildinni tóku þátt í ungmennaþingi SSNV á Blönduósi. Þar fengu nemendur tækifæri til að láta rödd sína heyrast, ræða málefni ungs fólks og hitta jafnaldra sína af svæðinu. Við erum stolt af okkar fulltrúum.
Nemendur í 9. og 10. bekk heimsóttu Verkmenntaskólann á Akureyri og Menntaskólann á Akureyri þar sem þau kynntust námsframboði skólanna. Þessar heimsóknir eru mikilvægur liður í að undirbúa nemendur fyrir framhaldsskólaval. Ánægjulegt var að sjá hversu áhugasöm þau voru um framtíðarmöguleika sína eftir heimsóknina.
Nemendur í 8.-10. bekk tóku þátt í valgreinadegi í Húnaskóla sem heppnaðist einstaklega vel. Þar fengu þeir að spreyta sig á fjölbreyttum verkefnum eins að steikja kleinur, elda yfir opnum eldi og búa til skálar úr plexígleri.
Þessa vikuna hafa allir nemendur unnið að námsmati, sem veitir mikilvæga yfirsýn yfir stöðu hvers og eins í náminu.
Varðandi næstu viku viljum við minna á að mánudaginn næsta er starfsdagur kennara og því engin kennsla þann dag. Á þessum starfsdegi munu kennarar m.a. ljúka við að skila námsmati úr öllum bekkjum og vinna að uppfærðum námsvísi fyrir næstu sex vikna lotu. Námsvísirinn verður aðgengilegur á heimasíðu skólans þegar hann er tilbúinn og mun innihalda upplýsingar um námsmarkmið og áherslur næsta tímabils.
Við þökkum góða samvinnu og minnum á að alltaf er hægt að hafa samband eða kíkja í heimsókn til okkar hingað í skólann.
Við óskum ykkur ánægjulegrar helgar
Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Lesa meira
08.10.2025
Kæru foreldrar og forráðamenn
Foreldrafélag Höfðaskólans hefur ákveðið að stofna eigin kennitölu. Hingað til hefur starfsemi foreldrafélags og fjármálin þess farið fram undir kennitölu Höfðaskólans. Að okkar mati er æskilegt að foreldrafélag getur starfað sjálfstætt og annast sín fjármál sjálft. Til þess þarf foreldrafelagið að setja sér lög sem munu liggja fyrir til samþykkis á aðalfundi félagsins þann 23. október nk.
Við óskum eftir því að sem flestar fjölskyldur senda fulltrúa á aðalfundinn til að greiða atkvæði um þessi ný lög og þar með grunnstoðir starfsemis foreldrafélags til framtíðar.
Lesa meira
03.10.2025
Kæru foreldrar og forráðamenn,
Viðburðaríka vika í skólanum að líða undir lok þar sem nemendur hafa sýnt frábæra þátttöku og metnað í fjölbreyttum verkefnum.
Á þriðjudag var tvöfaldur dagur hjá okkur þar sem nemendur tóku þátt í umhverfisvernd með því að tína rusl á svæðinu frá Salthúsinu að Finnstaðanesi. Þrátt fyrir smá rigningu en heppilega logn, stóðu nemendur sig frábærlega og létu veðrið ekki á sig fá. Örlítil bleyta kom engum að óvart, enda nemendur okkar vel undirbúnir fyrir íslenskt veðurfar. Þetta verkefni var mikilvægt framlag til samfélagsins og umhverfisins, og nemendur sýndu bæði ábyrgð og dugnað. Myndir hér
Nemendur á miðstigi hafa haldið áfram að vinna að hönnun fjárrétta sinna og eru nú komnir á það stig að þeir vinna með nákvæmar mælingar. Þetta verkefni samþættir á frábæran hátt stærðfræði, hönnun og hagnýta þekkingu á landbúnaði. Listaverk þessara sömu nemenda prýða nú ganginn á neðri hæð skólans og hvetjum við ykkur foreldra til að kíkja á þessi glæsilegu verk þegar tækifæri gefst. Myndir hér
Yngstu nemendurnir okkar í 1. og 2. bekk fengu að spreyta sig í bakstri og bjuggu til girnilegar kókoskúlur, sem var bæði skemmtilegt og lærdómsríkt verkefni þar sem þau æfðu sig í að fylgja leiðbeiningum og vinna saman. Þetta er aðeins brot af því fjölbreytta starfi sem fram fór í Höfðaskóla í vikunni.
Í næstu viku verður spennandi dagskrá framundan. Nemendur á unglingastigi fara í Húnaskóla þar sem haldinn verður valgreinadagur fyrir nemendur úr Austur- og Vestur-Húnavatnssýslu. Þetta er kjörið tækifæri fyrir nemendur til að kynnast jafnöldrum sínum úr öðrum skólum og taka þátt í fjölbreyttum valgreinum.
Nemendur í 9. og 10. bekk fara í náms- og kynnisferð til Akureyrar þann 8. október þar sem þeir heimsækja Verkmenntaskólann á Akureyri (VMA) og Menntaskólann á Akureyri (MA) ásamt heimavistinni. Þessi ferð er mikilvægur þáttur í náms- og starfsfræðslu eldri nemenda.
Þá munu sumir nemendur af unglingastigi taka þátt í ungmennaþingi á Blönduósi 7. október, en þar gefst þeim tækifæri til að láta rödd sína heyrast í málefnum sem varða ungt fólk.
Fyrstu sex vikna námslotunni, þar sem þemað var haust, lýkur í næstu viku og tekur þá við lota þar sem þemað verður góðvild.
Eins og sjá má verður næsta vika einnig full af gleði og glaumi og hlökkum við til að sjá nemendur okkar fjölbreytt verkefni.
Við óskum ykkur ánægjulegrar helgar
Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Lesa meira
02.10.2025
Þetta dýr sköpuðum við í sameiningu við listamenn úr Nes listamiðstöð. Við byrjuðum á því að taka pappakassa í sundur og máluðum báðar hliðar, önnur hliðin var litrík og hin svört og hvít með mynstri. Pappinn var skorinn í strimla og við mótuðum úr þeim dýr sem átti að líkjast hesti. Við ákváðum að gera mjög stóran hest og var hann síðan festur saman með heftum.
Finnst ykkur þetta líta út eins og hestur?
Nemendur: Fanndís Alda, Filip, Freydís, Halldóra, Helgi Karl, Hörður Bjarni, Joshua, Karítas, Katrín Sara, Kristján Sölvi, Snædís Stefanía, Sólrún, Victoría.
Kennarar: Lavenia og Kristbjörg.
Aðstoðarmenn: Halla María og Moritz.
Lesa meira