Fréttir

Árshátíð Höfðaskóla

Föstudagskvöldið 16.nóvember 2018, verður árshátíð skólans. Daginn ber upp á Dag íslenskrar tungu en þá hefur verið venjan að halda Elínborgardag. Í tilefni af fullveldisafmæli Íslands þá verður þema árshátíðaratriða árin 1918-2018. Skólafélagið Rán verður með kaffisölu eins og venjan er á Elínborgardegi. Okkur langar því að biðja hvert heimili sem á nemendur í skólanum að leggja til eitthvert góðgæti á kaffiborðið. Allur ágóði af sölunni rennur í ferðasjóð nemenda. Vinsamlegast athugið að það má alls ekki koma með rétt sem inniheldur hnetur, þ.m.t. Snickers. Vinsamlegast komið með ykkar rétt í Fellsborg milli kl. 17:00 og 18:00 á árshátíðardegi. Stjórn skólafélagsins Ránar
Lesa meira

Barnakór Skagastrandar

Ágætu foreldrar barna í 1.-7.bekk. Stofnaður hefur verið Barnakór Skagastrandar og eru öll börn á þessum aldri á svæðinu velkomin að skrá sig. Kóræfingar verða alla fimmtudaga kl. 16:00 til 17:30 í Hólaneskirkju. Að kórnum standa Höfðaskóli, Tónlistarskóli A-Hún og Hólaneskirkja. Ég hlakka til að hitta söngelsku börnin ykkar á fystu kóræfingunni, fimmtudaginn 4. október kl. 16:00 Bestu kveðjur, Ástrós Elísdóttir kórstjóri
Lesa meira

Hljóðbókasafnið, nýtt app

Frá Hljóðbókasafninu "Kæru lánþegar HBS, margir hafa beðið þess með óþreyju að nýja appið færi í loftið, og nú er komið að því. Nýja HBS appið er hvort tveggja fyrir Android og iOS. Appið finnur þú á Play Store fyrir Android og App Store fyrir iOS. Helstu nýjungar í appinu eru þær að nú er hægt að hala niður bókum í appið, hægt er að leita í og velja sér bókaflokka til að fylgjast sérstaklega með, leitin er fullkomnari og hægt er að breyta útliti á appinu, t.d. litum í bakgrunni svo eitthvað sé nefnt. Vinsamlegast sýnið þolinmæði þótt appið sé 1-2 sekúndum lengur í gang en þið eigið að venjast.Við vinnum í því. Þegar það er komið upp hefur það reynst mjög stöðugt. Tákn appsins er nú blátt."
Lesa meira

Göngum í skólann

Kæru foreldrar/forráðamenn Nú er verkefnið Göngum í skólann hafið í tólfta sinn hér á landi. Verkefnið var sett 5.september og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 10.október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Lesa meira

Skráning í mötuneyti Höfðaskóla

Skráning í mötuneyti Höfðaskóla fer fram með rafrænum hætti, opna þarf fréttina til að byrja skráningarferlið. Úrsögn úr mötuneyti skal berast Jóhönnu Sigurjónsdóttur í netfangið skagastrond@skagastrond.is fyrir 25. hvers mánaðar Greiðslur fyrir máltíðir nemenda falla ekki niður fyrstu fimm virka daga veikinda eða annarra fjarvista. Eftir það falla greiðslur niður þar til nemandi mætir aftur í skóla. Máltíðin kostar 377 krónur fyrir nemendur Höfðaskóla.
Lesa meira

Skólapúlsinn vorskýrsla

Megintilgangur með sjálfsmati er að kanna hvort tekist hafi að ná markmiðum skólans, að greina veika og sterka þætti skólastarfsins og bæta það sem bæta þarf en um leið styrkja jákvæða þætti. Skólanum ber að koma til móts við þá sem standa að skólasamfélaginu og þannig móta í sameiningu gott skólastarf. Sjálfsmat á stöðugt að vera í gangi og er langtímamiðað og er það lykillinn að því að gera góðan skóla betri.
Lesa meira

Sara Diljá fær viðurkenningu sem framúrskarandi kennari

Menntavísindasvið Háskóla Íslands veitti fimm kennurum viðurkenningar fyrir framúrskarandi störf við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands miðvikudaginn 7. júní s.l. Sara Diljá Hjálmarsdóttir kennari við Höfðaskóla hlaut viðurkenningu fyrir framlag sitt til kennslu. Ingvi Hrannar Ómarsson kennsluráðgjafi í Skagafirði hlaut sérstök hvatningarverðlaun átaksins. Hann hefur verið okkar stoð og stytta í innleiðingu iPadnotkunar í Höfðaskóla. Innilegar hamingjuóskir til verðlaunahafa.
Lesa meira

Stuðningsfulltrúi

Við Höfðaskóla er laus staða stuðningsfulltrúa á elsta stigi. Umsækjandi þarf að geta sýnt sjálfstæð vinnubrögð, vera úrræðagóður, þolinmóður og hugmyndaríkur. Nánari upplýsingar veitir Vera Ósk Valgarðsdóttir í síma 8624950. Skólastjóri
Lesa meira