Fréttir

Skólapúlsinn vorskýrsla

Megintilgangur með sjálfsmati er að kanna hvort tekist hafi að ná markmiðum skólans, að greina veika og sterka þætti skólastarfsins og bæta það sem bæta þarf en um leið styrkja jákvæða þætti. Skólanum ber að koma til móts við þá sem standa að skólasamfélaginu og þannig móta í sameiningu gott skólastarf. Sjálfsmat á stöðugt að vera í gangi og er langtímamiðað og er það lykillinn að því að gera góðan skóla betri.
Lesa meira

Sara Diljá fær viðurkenningu sem framúrskarandi kennari

Menntavísindasvið Háskóla Íslands veitti fimm kennurum viðurkenningar fyrir framúrskarandi störf við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands miðvikudaginn 7. júní s.l. Sara Diljá Hjálmarsdóttir kennari við Höfðaskóla hlaut viðurkenningu fyrir framlag sitt til kennslu. Ingvi Hrannar Ómarsson kennsluráðgjafi í Skagafirði hlaut sérstök hvatningarverðlaun átaksins. Hann hefur verið okkar stoð og stytta í innleiðingu iPadnotkunar í Höfðaskóla. Innilegar hamingjuóskir til verðlaunahafa.
Lesa meira

Stuðningsfulltrúi

Við Höfðaskóla er laus staða stuðningsfulltrúa á elsta stigi. Umsækjandi þarf að geta sýnt sjálfstæð vinnubrögð, vera úrræðagóður, þolinmóður og hugmyndaríkur. Nánari upplýsingar veitir Vera Ósk Valgarðsdóttir í síma 8624950. Skólastjóri
Lesa meira

Heimsókn frá Ringerike

Í maí heimsótti Knut Andreas Ramsrud blaðamaður hjá Ringerikes Blad Skagaströnd og kom meðal annars í heimsókn í skólann. Á meðfylgjandi myndum má sjá skjáskot af umfjöllun hans um Skagaströnd í Ringerikes Blad laugardaginn 2. júní sl.
Lesa meira

Útskriftarferð 10. bekkjar

Nemendur 10. bekkjar fóru á vordögum til Spánar, hér fyrir neðan má lesa stutta ferðasögu.
Lesa meira

Fjöruhreinsun í samstarfi við BioPol

Nemendur í 6.-10. bekk Höfðaskóla fóru þriðjudaginn 29. maí og vörðu skóladeginum í að tína rusl í fjörunum í nágrenni Skagastrandar, með kennurum og starfsfólki frá BioPol.
Lesa meira

Stigsmyndir til sölu

Bekkjarmyndir og stigsmyndir voru teknar 15.maí og hafa flestar bekkjarmyndir verið afhentar. Nemendum býðst einnig að kaupa stigsmynd. Vinsamlegast fyllið út hér hvort áhugi er á stigsmyndakaupum, myndin kostar 2000 kr.
Lesa meira

Skóladagurinn könnun

Kæru foreldrar/forráðamenn. Komið hefur upp sú hugmynd að seinka byrjun skóladags. Gott væri ef þið gæfuð ykkur tíma til að merkja við á eyðublaðinu sem hér fylgir hvenær ykkur þætti best að kennsla hæfist. Ávallt skal þó hafa í huga að skólahúsnæðið myndi opna kl. 7:30 og starfsmenn væru til staðar að taka á móti nemendum. Einnig skal hafa í huga að nemendur yrðu lengur fram á daginn sem þessari seinkun nemur.
Lesa meira