Fréttir

Nemendur 8.bekkjar skelltu sér í fjárhúsin á Hóli

Nemendur í 8. bekk skelltu sér í fjárhúsin hjá Dagnýju Rósu umsjónarkennara sínum í dag. Björn bóndi tók á móti þeim og leiddi þau í allan sannleikann um sauðburð. Það hittu þau nokkra heimalinga, gáfu þeim að drekka, klöppuðu krúttlegum lömbum, fræddust um mismunandi sauðfjárliti, sauðfjármörk og merkingar og drukku í sig sveitailminn. Við þökkum Birni bónda og Dagnýju kærlega fyrir heimboðið
Lesa meira

Textílmennt á miðstigi

Nú þegar næst síðasta skólavikan er rúmlega hálfnuð eru nemendur að ljúka við ýmis verkefni, hér má sjá myndir af verkefnum miðstigs í textílmennt.
Lesa meira

Lögregan heimsótti yngsta stig

Nemendur í 1. - 4. bekk fengu skemmtilega heimsókn í dag. Lögreglan kom og var með ýmiskonar fræðslu, hjóla og hjálmaskoðun. Við þökkum Ásdísi, Söru og Hrafnhildi fyrir komuna.
Lesa meira

Krakkakosningar

Í dag kusu nemendur Höfðaskóla í krakkakosningum á vegum Umboðsmanns barna. Á Krakkarúv eru kynningarmyndbönd frambjóðenda sem nemendur horfðu á, áður en gengið var til kosninga. Við sendum niðurstöður til Umboðsmanns barna og verða heildarniðurstöður birtar að kosningum loknum. Við munum birta niðurstöður skólans að kosningum loknum. Svona verkefni er frábært í lýðræðiskennslu og þjálfun í að vera upplýstur borgari í lýðræðissamfélagi. Nemendur yngsta stigs fóru síðan öll saman niður í eldhús og fengu sér kosningakaffi.Nemendur yngsta stigs fóru síðan öll saman niður í eldhús og fengu sér kosningakaffi.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Góð vika að baki í Höfðaskóla. Viðrað vel til sundkennslu og útivistar. Dregið var í happdrætti nemenda í 9. og 10. bekk og má sjá vinningaskrá og miða hér. Nemendur á yngsta stig fóru í sveitaferð og skemmtu sér konunglega, myndir hér. Annar í hvítasunnu er næstkomandi mánudag og þar af leiðandi er þriggja daga helgi framundan. Námsmat er í fullum gangi og verður einnig í næstu viku og ná þá nemendur að ljúka þeim verkefnum sem þarf að klára fyrir frí. Eftir daginn í dag eru aðeins átta skóladagar eftir. Nemendur 9. og 10. bekkjar eru að fara í skólaferðalag til Kaupmannahafnar í Danmörku næstkomandi þriðjudagsmorgun og koma heim laugardaginn 25.maí, það verður gaman að fá að fylgjast með æfintýraför þeirra. Skólaslit Höfðaskóla fara fram í Hólaneskirkju, föstudaginn 31.maí kl. 13:00. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Heimboð að Kjalarlandi

Nemendur yngsta stigs fengu heimboð að Kjalarlandi. Skoðuðum og klöppuðum hænum, kindum, lömbum, ketti, hestum og folöldum. Skelltum okkur á hestbak í blíðunni og borðuðum nesti. Góður dagur og allir stóðu sig eins og hetjur.
Lesa meira

Í gær var dregið í happdrætti 9. og 10. bekkja Höfðaskóla

Í gær var dregið í happdrætti 9. og 10. bekkja Höfðaskóla. Við fengum síðuna Random.org til að velja númerin. Við þökkum öllum þeim sem keyptu af okkur miða og gáfu okkur vinninga fyrir happdrættið. Kærar kveðjur frá 9. og 10. bekk.
Lesa meira

Sundtökin æfð

Nokkrir nemendur úr 1. bekk æfðu sundtökin í morgunsárið. Kát og hress og stóðu sig vel.
Lesa meira

Heimsókn í Sauðárkróksbakarí

Nemendur í bakstursvali fóru í heimsókn í Sauðárkróksbakarí fyrir helgi og fengu að skoða allt bakvinnslusvæðið ásamt því að fá góða fræðslu frá Snorra bakara. Heimsóknin var skemmtileg og að sjálfsögðu settumst við svo niður í lokinn og gæddum okkur á góðgæti úr bakaríinu. Hver veit nema að það leynist bakari í hópnum. Bestu þakkir fyrir okkur Snorri og allir hinir í Sauðárkróksbakaríi.
Lesa meira