Fréttir

Gjöf frá foreldrafélagi Höfðaskóla

Í dag, á síðasta skóladegi nemenda, fengu allir nemendur skólans folf disk í gjöf frá foreldrafélagi skólans. Nýverið var settur upp frísbígolfvöllur á Skagaströnd sem er mjög vel heppnaður. Völlurinn verður vígður formlega fimmtudaginn 9. júní, en hefur nú þegar opnað og hvetjum við foreldra til að taka hring með börnunum sínum á vellinum góða. Það er dýrmætt fyrir skólasamfélagið að eiga öflugt foreldrafélag og þökkum við þeim kærlega fyrir þessa góðu gjöf.
Lesa meira

Prjónaval á unglingastigi

Nemendum unglingastigs bauðst að læra að prjóna í einni af valgreinum unglingastigs í vetur. Þeir sem það völdu prjónuðu annað hvort húfu eða ungbarnahosur og nokkrir gerðu bæði. Þar lærðu þeir grunnatriði prjóns svo sem að fitja upp, slétt prjón og garðaprjón, útaukningar og úrtökur til hægri og vinstri, stroffprjón og að fella af. Hér má sjá myndir af afrakstrinum.
Lesa meira

Skólaslit Höfðaskóla

Skólaslit Höfðaskóla fara fram í Fellsborg þriðjudaginn 31.maí n.k. og hefjast kl. 17:00. Meðan á skólaslitum stendur eru nemendur beðnir um að sitja hjá forráðamönnum. Nemendahópar eru kallaðir upp á svið ásamt sínum umsjónarkennara þar sem þeir fá afhentan vitnisburð, byrjað á 1. og 2. bekk og svo koll af kolli. Að skólaslitum loknum verður kaffihlaðborð fyrir 10.bekkinga, aðstandendur þeirra og starfsfólk skólans. Skólaslitin eru öllum opin og vonumst við til að sjá sem flesta. Við þökkum fyrir gott samstarf á liðnum vetri og hlökkum til að takast á við verkefnin sem framundan eru í samvinnu við nemendur, aðstandendur og samfélagið allt. Hafið það sem best í sumar Starfsfólk Höfðaskóla
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Síðasta heila vikan í Höfðaskóla þetta skólaárið gekk vel. Nemendur hafa verið í námsmati og brallað ýmislegt annað skemmtilegt þess á milli. Í næstu viku verður umhverfisdagur hjá okkur á mánudaginn og ratleikur á þriðjudaginn. Allt nánara skipulag þeirra daga mun berast foreldrum/forráðamönnum frá umsjónarkennurum. Frístund verður verður með hefðbundnu sniði þessa daga. Við minnum á mikilvægi þess að hafa nemendur klædda eftir veðri þessa tvo daga þar sem allt nám fer fram utandyra. Við vonum að þið eigið góða helgi Með góðum kveðjum Guðrún Elsa og Sara Diljá
Lesa meira

Heimsókn frá Judith og Morten, starfsmönnum BioPol á miðstigið

Krakkarnir á miðstigi fengu frábært fólk til sín í heimsókn á miðvikudaginn 25 maí frá Biopol. Þau Judith og Morten komu og voru með geggjað sýningu og kennslu fyrir krakkana frá kl. 10-12 sem lukkaðist afar vel. Þau lærðu margt skemmtilegt t.d. hvernig maður nær fram DNA úr banana, kíví og tómötum, muninum á basa og sýru, efnaskipti og efnahvörf og margt fleira skemmtilegt. Einnig eins og að sjá hvernig fílatannkrem virkar. Við viljum þakka þeim kærlega fyrir þetta frábæra framlag.
Lesa meira

Skólatími nemenda 30. og 31.maí

Breyting verður á skólatíma nemenda á mánudag og þriðjudag í næstu viku. Mánudaginn 30. maí er umhverfisdagur og hefst á hefðbundnum tíma, kl. 8:20, hafragrautur í boði. Skóla lýkur á hádegi, matur í Fellsborg og frístund tekur við beint eftir mat. Þriðjudaginn 31. maí hefst skóli kl. 9:00, hafragrautur EKKI í boði. Skóla lýkur kl. 12:00, ekki matur í Fellsborg heldur pylsuparty í skólanum. Frístund eftir hádegi. Ekki verður sundkennsla þessa tvo daga. Skólaslit Höfðaskóla fara svo fram í Fellsborg kl. 17:00, þriðjudaginn 31. maí.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Þá eru einungis tvær vikur eftir af skólaárinu. Nemendur eru ýmist langt komnir eða hafa lokið námsmatsverkefnum sínum. Nú styttist í skólaslit Höfðaskóla en þau fara fram í Fellsborg, þriðjudaginn 31. maí kl. 17:00. Nemendur í 10.bekk fóru í skólaferðalag í vikunni. Fóru meðal annars á kajak, paddle board og í Fontana á suðurlandinu. Ferðalangar fengu þokkalegt veður og komu endurnærð til baka. Nemendur á yngsta stigi fóru dagsferð í Skagafjörðinn. Skoðuðu Glaumbæ, fóru á sýninguna 1238 og svömluðu í sundlauginni í Varmahlíð. Uppstigningardagur er á fimmtudaginn í næstu viku og verður því vikan í styttra lagi. Þar sem mikið verður um útivist næstkomandi tvær vikur væri gott ef foreldrar myndu passa að nemendur séu klæddir eftir veðri og með sólarvörn. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Vorferð nemenda á yngsta stigi

Nemendur í 1.-4. bekk lögðu land undir fót í gær og fóru í vorferð. Hér er frétt frá þeim um ferðina. Þriðjudagur 17.maí 2022. Allt yngsta stig fór í skólaferðalag til Skagafjarðar við fórum í safnið 1238 VR og svo fórum við í Árskóla borðuðum nesti fórum að leika okkur á leikvöllinum og svo fórum við í rútuna í Glaumbæ og við sáum torfhús og svo fórum við á hótel Varmahlíð og borðuðum pizzu hlaðborð og fengum prins póló og svo löbbuðum í sund og sungum Alli Palli og Erlingur og fengum okkur ís. Þökkum fyrir þennan skemmtilega dag kveðja yngsta stig. Takk fyrir okkur. Fyrir hönd yngsta stigs, Arnar Gísli, Harpa Védís, Katrín Heiða og Sara Dögg
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Þá eru einungis rétt rúmar tvær vikur eftir af skólaárinu. Veðrið hefur ekki alveg leikur við okkur en vonandi horfir það til betri vegar. Í liðinni viku átti skólastjóri fund með fulltrúum skólamötuneytis. Starfsfólkið sem vinnur við hádegismatinn hjá nemendum er mjög ánægt með nemendur og hrósuðu þeim fyrir hegðun í matsal. Það er mjög gaman að heyra þegar nemendur standa sig vel og þökkum við þeim kærlega fyrir. Miðstigsleikarnir voru á Húnavöllum sl. fimmtudag og skemmtu nemendur sér vel við allskonar iðju t.d. sílaveiði. Nemendur eru margir hverjir byrjaðir á námsmatsverkefnum sínum og heldur það áfram í næstu viku. Nemendur í 10.bekk fara í skólaferðalag á þriðjudaginn í næstu viku og koma til baka á fimmtudaginn, þau ætla að skoða suðurlandið og koma örugglega endurnærð til baka. Þar sem mikið verður um útivist næstkomandi tvær vikur og gott væri ef foreldrar fylgdust vel með veðri að morgni og nemendur væru klæddir í stíl við það. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Hringleikur

Hringleikur var með sýningu fyrir nemendur í 5.-10.bekk í dag í íþróttahúsinu á Blönduósi í boði Skúnaskralls. Nemendur fóru með rútu, sýningin tók um 40 mínútur og komu nemendur til baka uppúr kl. 14:30. Frábær sýning og þökkum við kærlega fyrir okkur. Hringleikur er sirkuslistafélag sem vinnur að því að byggja upp og styrkja sirkusmenningu á Íslandi með uppsetningu fjölbreyttra sirkussýninga, námskeiðshaldi og sirkusiðkun fyrir sirkusfólk.
Lesa meira