Fréttir

Starfsmaður óskast í frístund Höfðaskóla skólaárið 2022-2023

Starfsmaður óskast í frístund Höfðaskóla skólaárið 2022-2023. Um 40% starf er að ræða. Hæfniskröfur: umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri. Umsækjendur þurfa að hafa hreint sakavottorð. Launakjör samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kjöl eða viðkomandi stéttarfélag. Umsækjandi þarf að geta hafið störf mánudaginn 22.ágúst 2022. Umsóknarfrestur er til og með 16.maí. Umsóknum skal skilað hér Frekari upplýsingar veita Sara Diljá, skólastjóri og Guðrún Elsa, aðstoðarskólastjóri, í síma 4522800 eða á netfanginu hofdaskoli@hofdaskoli.is
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Nemendur skólans fengu góða gesti í vikunni. Lalli töframaður kom og skemmti nemendum á yngsta stigi og Guðrún Kloes heimsótti miðstigið og sagði þeim sögu Grettis í textílverki. Þessar heimsóknir voru í boði Skúnaskralls. Dagskrá Skúnaskralls er fjölbreytt og skemmtileg, hvetjum alla til að kynna sér hvað er í boði. Mistigið bauð til skemmtunar í vikunni, settu upp leikrit, tónlistaratriði og spurningakeppni. Nemendur á yngsta stigi buðu skólanum á "sal" og sýndu leikritið Ávaxtakörfuna. Allir skemmtu sér konunglega. Nú er heldur betur farið að styttast í annan endan á skólaárinu, nemendur eru í óða önn að ljúka þeim verkefnum sem þarf að ljúka og svo tekur við námsmat. Við endum svo skólaárið á útivist og öðru skemmtilegu sem verður nánar auglýst þegar skipulag liggur fyrir. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Guðrún Elsa og Sara Diljá
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Viðburðarík vika að baki hér í Höfðaskóla. Opið hús var á mánudaginn og þökkum við þeim sem litu við kærlega fyrir. List og verkgreinavika á unglingastigi þar sem nemendum var skipt í fimm hópa og fóru á milli stöðva. Um var að ræða myndmennt, heimilisfræði, prjón, tónlist og sviðslistir. Jákvæðni og gleði einkenndi unglingana þessa viku. Nemendur á miðstigi plokkuðu og yngsta stigið setti upp leikritið Ávaxtakarfan og bauð aðstandendum að koma og horfa. Framundan er maí og ekki verður hann viðburðalaus. Barnamenningarhátíð Norðurlands vestra er hafin og mun t.a.m Lalli töframaður kíkja til okkar í heimsókn 4.maí. Viðburðaríka dagskrá hátíðarinnar er hægt að nálgast hér. Við vonum að þið njótið helgarinnar. Með góðum kveðjum Guðrún Elsa og Sara Diljá
Lesa meira

Opið hús

Mánudaginn 25.apríl n.k. verður opið hús í Höfðaskóla frá kl. 13:00-14:00. Við bjóðum gestum og gangandi að koma við hjá okkur og sjá hvað nemendur eru að fást við í kennslustundum. Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Á sólríkum dögum eins og þessum finnum við að vorið nálgast. Nemendur 1.-10.bekkjar hittust í morgun og spiluðu æsispennandi BINGO. Vinningar voru glæsileg páskaegg úr Kjörbúðinni og þökkum við kærlega fyrir okkur. Myndir hér Páskafrí hefst að loknum skóladegi í dag föstudaginn 8. apríl. Fyrsti skóladagur eftir páska er þriðjudagurinn 19. apríl og kennt samkvæmt stundatöflu. Við óskum ykkur gleðilegra páska og þökkum gott samstarf það sem af er skólaári. Páskakveðjur Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

TextílLab

Nemendur á miðstigi ásamt kennara fóru í vikunni og heimsóttu TextílLab á Blönduósi en það er fyrsta stafræna textílsmiðjan á Íslandi. Kynntu sér hin ýmsu stafrænu tæki og fengu svo að prufa. TextílLab er rými sem er útbúin stafrænum tækjum sem tengjast textílvinnslu, eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi. Þegar hefur verið fjárfest í stafrænum vefstól, prjónavél og útsaumsvél, nálaþæfingarvél, auk leiserskera og vínyl prentara og skera. TextílLab býður upp á frábæra aðstöðu til nýsköpunar og þróunar textíls í tengslum við sjálfbærni og hringrásarhagkerfi. Lögð er áherslu á nýtingu innlendra hráefna. Við í Höfðaskóla þökkum kærlega góðar móttökur og eigum svo sannarlega eftir að nýta okkur TextílLab og þá þjónustu og lærdóm sem þar er hægt að fá. Hér má sjá myndir úr ferðinni
Lesa meira

Framsagnarkeppnin

Þriðjudaginn 29.mars var framsagnarkeppni Höfðaskóla haldin, að þessu sinni í bekkjarstofu miðstigs. Nemendur 5., 6. og 7. bekkjar tóku þátt og stóðu sig öll með prýði. Á myndinni má sjá þá Alexander Áka, Anton Loga og Andra Snæ sem hrepptu þrjú efstu sætin í 7. bekk. Á meðfylgjandi myndum má sjá þá nemendur þóttu skara frammúr í lestri í 5. og 6.bekk, á myndina hjá 5.bekk vantar Arney Nadíu.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl kæru skólavinir Nú er mars liðinn, apríl mættur og páskafrí handan við hornið. Eins og flestum er kunnugt þá er hafragrautur í boði fyrir nemendur á morgnana en eftir að því var veitt athygli að nemendur á unglingastigi voru ekki að nýta sér grautinn prufuðum við að bjóða þeim uppá hafragraut á fimmtudögum og föstudögum í nestinu. Þetta hefur gefist mjög vel og hafa mjög margir nemendur nýtt sér þessa nýjung. Í næstu viku fara nemendur fimmta bekkjar í heimsókn á Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi ásamt því að fara í minni hópum og skoða fyrstu stafrænu textílsmiðjuna á Íslandi, TextílLab á vegum Textílmiðstöðvarinnar. Textílsmiðjan er útbúin stafrænum tækjum sem tengjast textílvinnslu, eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi. Þegar hefur verið fjárfest í stafrænum vefstól, prjónavél og útsaumsvél, nálaþæfingarvél, auk leiserskera og vínylprentara. Nemendur á yngsta stigi fengu kennslu í skák fyrr í vetur, þetta vakti mikla lukku og tefla nemendur nánast alla morgna meðan beðið er eftir að kennsla hefjist. Við minnum á mikilvægi þess að nemendur séu klæddir í takt við síbreytilega veðráttu Við vonum að þið njótið helgarinnar. Með góðum kveðjum Guðrún Elsa og Sara Diljá
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Nemendur 9.og 10.bekkjar lögðu land undir fót og fóru á Akureyri þriðjudaginn sl. og kynntu sér námsframboð í MA og VMA. Innritun í framhaldsskólana hefst 25. apríl og lýkur 10. júní. Þetta er stór ákvörðun, sum hafa ákveðið sig fyrir löngu en önnur eru að velta vöngum. Það getur því verið snjallt að heimsækja skólana, skoða vel heimasíður þeirra og kynnast því sem í boði er. Kiwanisklúbburinn Drangey á Sauðárkróki afhendi nemendum í 1.bekk Höfðaskóla endurskinsvesti og þökkum við þeim kærlega fyrir. Sveitarstjóri kíkti upp í Höfðaskóla á þessum fallega föstudegi til þess að skrifa undir samning við UNICEF og Mennta- og barnamálaráðuneytið í viðurvist nemenda úr Höfðaskóla. Frétt um það hér. Búið er að staðsetja 3D prentarann á bókasafninu og fengum við góða gesti í dag sem settu hann upp og kenndu grunntökin. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Guðrún Elsa og Dagný Rósa
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl kæru vinir Vikan hefur gengið sinn vanagang. Nemendur og kennarar eru upprisnir úr covid og aðeins örfáir sem eiga eftir að glíma við pestina. Nemendur í 10.bekk tóku PISA próf í vikunni og er það jákvæð lífsreynsla fyrir nemendurnar. Fulltrúar skólans fóru á Bessastaði í vikunni og tóku á móti verðlaunum fyrir lestur í skólalestrarkeppni Samróms. Við erum mjög stolt af nemendum okkar, fjölskyldum þeirra og starfsfólki skólans sem allir eiga hlut í sigrinum. Starfsdagur er á mánudaginn og verða lögð drög að árshátíð sem verður auglýst síðar sem og ráðgert er að hafa opið hús í lok mánaðarins. Nemendur í 9. og 10.bekk munu leggja land undir fót á þriðjudaginn og fara að skoða VMA og MA á Akureyri. Framundan eru hinar ýmsu uppákomur fyrir nemendurnar sem legið hafa í dvala undanfarin ár, má þá nefna Stóru upplestrarkeppnina, sameiginlega íþróttadaga, fyrir bæði miðstig og unglingastig, með grunnskólunum í Austur- og Vestur- Húnavatnssýslu. Við hvetjum foreldra til að hafa samband ef eitthvað er, við leggjum mikla áherslu á jákvæð og góð samskipti milli heimilis og skóla. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Guðrún Elsa og Dagný Rósa
Lesa meira