Fréttir

Menntabúðir

Kæru foreldrar, forráðamenn og aðrir velunnarar skólans. Við hér í Höfðaskóla erum himinlifandi með frábæra mætingu á menntabúðirnar sem haldnar voru í gær, stuðningur ykkar og áhugi á skólastarfinu skiptir okkur öll máli. Mikil þekking og reynsla í upplýsingatækni og tækniþróun er til staðar hjá nemendum Höfðaskóla eins og sjá mátti á þeim tæplega 40 stöðvum sem nemendur í 1.-10.bekk settu upp og í gær og fögnum við því tækifæri að geta deilt hugmyndum og reynslu með því að sýna, sjá og ræða saman. Tæknin gerir skólastarfið fjölbreyttara og þau verkfæri og þekking sem hlotnast er oft mögnuð. Undir myndunum er svo hægt að afrita slóð til að nálgast það app eða þá síðu sem verið var að kynna.
Lesa meira

Unglingar í valgreinaáfanga prufuðu crossfit á Sauðárkróki

Á mánudaginn skellti valgreinin heilsa og íþróttafræði sér á Sauðárkrók á Crossfit æfingu hjá Crossfit 550. Þau fengu smá fræðslu um crossfit og gerðu síðan WOD(work of the day) dagsins. Í lokin voru teygjur og síðan máttu þau prófa tæki og æfingar í stöðinni. Upphífingar, kaðall, hringir og fleira var prófað. Við þökkum kærlega fyrir frábærar móttökur.
Lesa meira

4.bekkur heimsótti Nes listamiðstöð

4.bekkur er í myndmenntahóp og eyddu þau seinustu tveimur mánudagstímunum niðrí Nes Listamiðstöð. Þar fengu krakkarnir stutta kynningu á listakonunni Yayoi Kusama sem sérhæfir sig í skrautlegum graskers skúlptúrum. Eftir kynninguna fengu krakkarnir síðan leiðsögn, frá tveimur listamönnum Nes, við að búa til sitt eigið grasker úr blöðrum og pappamassa. Þeim fannst þetta öllum mjög skemmtilegt verkefni og sýndu mikinn metnað við gerð graskeranna, sem verða svo til sýnis á opnu húsi nk. Laugardag 29.10. í Listamiðstöðinni.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl öll Á mánudaginn fer Inga Jóna ásamt nokkrum nemendum í heilsufræðivali á Sauðárkrók þar sem þau fá að kynnast Crossfit undir handleiðslu þjálfara þar. Miðvikudaginn 26.okt n.k. verður opið hús þar sem nemendur í Höfðaskóla ætla að halda menntabúðir fyrir gesti og gangandi frá kl. 16:00-18:00. Þar ætla nemendur að kynna hin ýmsu tæki og tól og hvetjum við alla til þess að mæta og kynna sér starfsemi og skoða skólahúsnæðið í leiðinni. Nemendur í 10. bekk verða með vöfflur og kaffi/djús til sölu á 500 krónur en Vilko styrkti þau um vöfflumix og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Breytingar urðu starfsmannahaldi á mánudaginn þegar Sara Diljá fór í leyfi. Nánari upplýsingar voru sendar foreldrum/forráðamönnum í tölvupósti. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Starfsfólk Höfðaskóla
Lesa meira

Menntabúðir

Nemendur Höfðaskóla hafa undanfarin ár tekið virkan þátt í þeirri tækniþróun sem hefur átt sér stað í námi og kennslu. Miðvikudaginn 26.október milli kl. 16:00 og 18:00 verður opið hús í Höfðaskóla þar sem forráðamenn, ættingjar og aðrir velunnarar skólans eru hjartanlega velkomnir að kíkja í heimsókn og kynna sér hin ýmsu tæki og tól. Nemendur 10.bekkjar munu selja vöfflur og kaffi/djús á 500kr. Vilko styrkti nemendahópinn um vöfflurnar og þökkum við þeim vel fyrir.
Lesa meira

Tilraun í 3.og 4.bekk

Nemendur í 3. og 4. bekk voru að gera tilraun með egg. Þau hafa verið að læra um mikilvægi þess að vermda höfuðkúpuna og má líkja henni við eggjaskurn. Nemendum var skipt í 3 hópa og fékk hver hópur 3 egg og áttu að búa vel um þau eitt egg í einu. Hver hópur kynnti svo fyrir hinum hópunum hvernig þau höfðu búið um sitt egg. Hverjum hóp tókst að búa það vel um eitt eggjanna að það brotnaði ekki. Til að gera tilraunina enn meira spennandi þá voru öll egg nemandanna soðin nema eitt sem var hrátt. Allir höfðu gaman af og sáu þau með berum augum hve mikilvægt er að nota hjálm og passa upp á höfðið sitt.
Lesa meira

Föstudagskveðja

Heil og sæl Vikan í Höfðaskóla gekk vel. Í gær fengu allir nemendur skólans að sjá sýningu í boð Komedíuleikshússins. Foreldrafélag Höfðaskóla styrkti komu þeirra. Í næstu viku fer 7. bekkur í Reykjaskóla og mun dvelja þar í skólabúðum ásamt Giggu alla vikuna. Nú förum við að huga að undirbúning fyrir Utís foreldra sem er 26.okt, það verður allt saman auglýst betur þegar nær dregur. Við minnum aftur á mikilvægi þess að yfirfara endurskinsmerkin þar sem er orðið ansi dimmt á morgnanna þegar við mætum í skólann. Hafragrauturinn góði er svo alltaf á sínum stað á morgnanna :) Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Endurskinsvesti

Kiwanisklúbburinn Drangey á Sauðárkróki afhendi í gær nemendum 1.bekkjar Höfðaskóla endurskinsvesti. Það voru þeir Karl Lúðvíksson og Emil Hauksson sem afhendu vestin. Með í för var fulltrúi lögreglunnar á Norðurlandi vestra og þökkum við þeim öllum kærlega fyrir gjöfina og komuna.
Lesa meira

Skólamötuneyti Höfðaskóla tekur til starfa mánudaginn 3.október

Mánudaginn 3.október nk. tekur skólamötuneyti Höfðaskóla til starfa. Fyrirkomulagið verður svipað og undanfarin ár, nemendur snæða hádegisverð uppí Fellsborg og verður matseldin í höndum þeirra Atla og Esme sem ráðin voru sem matráður og aðstoðarmatráður. Skráning í hádegismat fer fram hér og einnig upplýsingar um verð. Eftir sem áður verða matseðlar aðgengilegir á heimasíðu skólans. Endilega hafið samband ef einhverjar spurningar vakna.
Lesa meira

Föstudagskveðja á fimmtudegi

Heil og sæl öll Vikan í Höfðaskóla hefur gengið ljómandi vel. Á morgun sækja kennarar haustþing í Varmahlíð og stuðningsfulltrúar, skólaliðar og húsvörður sækja námskeið á Sauðárkróki og því er ekki kennsla þann daginn. Valgreinadagur fyrir unglingastig er haldinn á Hvammstanga í dag þar sem nemendur úr Höfðaskóla, Grunnskólanum í Húnabyggð og Grunnskólanum á Hvammstanga hittast og sækja ýmsar skemmtilegar smiðjur farið var kl. 11:30 og er von á hópnum til baka um 23:00. Skólahópur leikskólans heimsótti yngsta stigið í dag og var ýmislegt brallað bæði innan sem utandyra. Gaman að fá svona fjölmennan og fjörugan hóp í heimsókn. Þriðjudaginn 4.okt kl. 10:00 verður nemendum í 9. og 10. bekk boðið í Fellsborg á leiksýninguna Góðan daginn faggi sem sýnd hefur verið í Þjóðleikhúsinu síðustu mánuði. Þar fer Bjarni Snæbjörnsson leikari á kostum. Hægt er að kynna sér sýninguna hér: https://leikhusid.is/frettir/https-leikhusid-is-syningar-godan-daginn-faggi/ Minnum á aðalfund foreldrafélagsins sem verður í Höfðaskóla miðvikudaginn 5.okt kl. 20:00 og eru allir foreldrar hvattir til að mæta. Nokkur atriði sem við viljum minna á: - hafragrautur í boði alla morgna frá 7:50 nemendum að kostnaðarlausu. - ávaxtastund á miðvikudögum í nestistímanum, einnig að kostnaðarlausu. - mikilvægt að passa að sundfötin séu með í för þá daga sem sundkennsla er. - íþróttir eru nú kenndar innandyra í íþróttahúsinu og þá skiptir máli að vera með tilheyrandi fatnað. Að öðru leyti gengur lífið sinn vanagang. Munum að klæða okkur eftir veðri og nú væri ráð að yfirfara endurskinsmerki á útifatnaði og skólatöskum fyrir veturinn. Við vonum að þið njótið helgarinnar. Með góðum kveðjum Guðrún Elsa og Sara Diljá
Lesa meira