19.05.2023
Heil og sæl
Góð vika að baki í Höfðaskóla. Við fengum góða heimsókn frá Siggu Dögg kynfræðing í heimsókn s.l. mánudag sem hélt fyrirlestur fyrir unglingana og var með foreldrafræðslu. Á þriðjudaginn var svo perlað af krafti sem gekk vel. Nánari frétt um það kemur í næstu viku.
Það sem af er ári hefur ýmislegt verið í boði fyrir foreldra/forráðamenn að mæta á og efla þannig samvinnu heimilis og skóla. Foreldrar/forráðamenn spila ekki síður en skólinn stórt hlutverk í því að skapa á Skagaströnd gott skólasamfélag og hluti af því er að taka þátt í viðburðum á vegum skólans, mæting foreldra skiptir gríðarlega miklu máli. Á þeim skapast vettvangur fyrir fólk til þess að hittast, skiptast á skoðunum, fá fræðslu og hafa áhrif. Við hvetjum öll þau sem eiga börn í Höfðaskóla til að skoða hvort ekki sé svigrúm til að mæta þegar viðburðir eru auglýstir og taka þátt í þeim þætti skólagöngu barna sinna.
Í næstu viku er síðasta heila skólavikan fyrir sumarfrí, námsmat er í fullum gangi og verið að ljúka þeim verkefnum sem þarf að klára fyrir frí. Eftir daginn í dag eru aðeins átta skóladagar eftir, en skólaslit Höfðaskóla fara fram í Fellsborg, fimmtudaginn 1. júní kl. 17:00.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
12.05.2023
Nemendur á miðstigi lögðu land undir fót annan daginn í þessari viku. Förinni var nú heitið á Hvammstanga þar sem nemendur 5.-7.bekkjar úr Austur- og Vestur Húnavatnssýslu hittust og prufuðu sig áfram í hinum ýmsu íþróttagreinum. Meðfylgjandi eru myndir af nemendum sem kynntu sér pílukast af miklum móð.
Lesa meira
12.05.2023
Sæl kæru skólavinir
Áfram flýgur tíminn og skólaárið rétt að fara klárast. Í vikunni sem er að líða var 10. bekkur í skólaferðalagi í Danmörku ásamt þeim Elvu og Ásdísi og heppnaðist ferðin vel. Það voru þreyttir ferðalangar sem komu heim nú í morgunsárið og við hlökkum til að heyra ferðasöguna eftir helgi.
Yngsta- og miðstig fóru í sína vorferð s.l. þriðjudag sem var mjög skemmtileg. Nánar um ferðina ásamt myndum hér.
Miðstig fór svo á íþróttadag á Hvammstanga í gær og skemmtu allir sér vel. Nemendur sóttu ýmsa viðburði en um árlegan dag er að ræða þar sem skólarnir á svæðinu hittast og brjóta upp hefðbundna kennslu.
Kiwanisklúbbarnir Drangey og Freyja komu og gáfu nemendum 1.bekkjar hjólahjálma. Grilluðu pylsur og lögreglan renndi yfir helstu öryggisþætti sem reiðhjól eiga að hafa. Hægt að sjá hér. Við þökkum Kiwanisklúbbnum kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf.
Myndir af fjörinu.
Í næstu viku kemur Sigga Dögg kynfræðingur og hittir unglingastig á mánudag kl. 12:30 og er svo með fræðslu fyrir foreldra/forráðamenn og starfsfólk kl. 16:15 sem við hvetjum alla til að mæta á.
Á þriðjudag ætlum við að perla af krafti frá 13-15 og eru allir velkomnir að taka þátt í þeim viðburði.
Á miðvikudag fellur kennsla niður eftir hádegi, en frístund verður með hefðbundnu sniði.
Við vonum að þið njótið helgarinnar.
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
12.05.2023
Nemendur 1.-7.bekkjar ásamt kennurum og stuðningsfulltrúum skelltu sér saman í vorferð nú í vikunni, hér fyrir neðan eru ferðasögur þeirra og myndir.
Lesa meira
11.05.2023
Kraftur stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, mætir á svæðið með perluviðburð í Höfðaskóla þriðjudaginn 16.maí kl. 13-15.
Lesa meira
05.05.2023
Heil og sæl
Áfram fljúga vikurnar og allt á fullu í Höfðaskóla. Í þessari viku hafa nemendur verið í danskennslu hjá Ingunni Hallgrímsdóttur sem gengið hefur vonum framar. Myndir frá dans tímum má sjá hér.
Nemendur hafa verið að vinna að fjölbreyttum verkefnum og ýmislegt sem verið er að leggja lokahönd á fyrir vorið.
Valgreinar næsta skólaárs voru kynntar fyrir verðandi nemendum mið- og unglingastigs í dag. Valið er fjölbreytt og skemmtilegt og allar upplýsingar um það má sjá hér. https://sites.google.com/hofdaskoli.is/valgreinar-hfaskla-2023-2024/heim
Í næstu viku fer 10. bekkur í útskriftarferðina sína til Danmerkur ásamt þeim Elvu og Ásdísi og við vonum að ferðalagið verði í senn fróðlegt og skemmtilegt.
Þriðjudaginn 9. maí n.k. ætla yngsta- og miðstig saman í vorferð og munu allar upplýsingar um þá ferð berast frá umsjónarkennurum.
Fimmtudaginn 11. maí n.k. fer miðstig svo á Hvammstanga þar sem þau ætla taka þátt í sameiginlegum íþróttadegi með öðrum skólum á svæðinu. Allar upplýsingar um þann dag munu berast frá Finnboga.
Ýmislegt fleira er svo framundan hjá okkur, heimsókn og fræðsla frá Siggu Dögg kynfræðing, við ætlum að perla af krafti í samvinnu við Kraft og fleira og fleira. Allt þetta verður auglýst þegar nær dregur.
Sigríður Björk Sveinsdóttir hóf störf hjá okkur í vikunni sem ritari og við bjóðum hana velkomna í hópinn.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
28.04.2023
Heil og sæl
Vikan í Höfðaskóla gekk vel og hefur ýmislegt verið brallað. Veðrið hefur verið gott en kalt og nemendur verið talsvert úti við.
Nemendur unglingastigs fóru á þriðju- og miðvikudag á Hvammstanga í listasmiðjur á vegum Listalestarinnar, þar unnu þau ýmis verk og enduðu á að halda listasýningu í félagsheimilinu þar í bæ.
Nú um mánaðarmótin verða breytingar á starfsmannahópnum þegar Kristinn Rúnar hættir störfum sem húsvörður og Sigríður Björk tekur til starfa sem ritari.
Í næstu viku er danskennsla hjá öllum nemendum og endar vikan á opnum tímum föstudaginn 5. maí sem við hvetjum foreldra/forráðamenn til að mæta í, tímasetningar verða:
9:00-10:00 - 7. og 8. bekkur
10:00-11:00 - 9. og 10. bekkur
11:00-12:00 - 4. 5. og 6. bekkur
12:30-13:30 - 1. 2. og 3. bekkur
Enn og aftur er löng helgi framundan þar sem 1. maí er á mánudaginn.
Sjáumst hress á þriðjudag.
Við vonum að þið njótið helgarinnar.
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
19.04.2023
Heil og sæl
Nú er þessi stutta skólavika liðin og langt helgarfrí framundan hjá nemendum og starfsfólki skólans.
Við höfum svo sannarlega notið veðurblíðunnar undanfarna daga og nemendur verið töluvert útivið. Þau hafa farið í gönguferðir og prófað hoppubelginn svo fátt eitt sé nefnt.
Í gær fengum við góða heimsókn frá umboðsmanni barna sem skoðaði skólann og hitti nemendur.
Í næstu viku fara nemendur unglingastigs tvo daga á Hvammstanga. Þar ætla þau að taka þátt í Listalestinni sem endar á listasýningu sem við auglýsum nánar eftir helgi.
Á föstudaginn í næstu viku er svo skólamyndataka og gaman væri ef nemendur kæmu í snyrtilegum klæðnaði í myndatökuna.
Við óskum ykkur gleðilegs sumars og þökkum fyrir veturinn sem nú er liðinn.
Með sumarkveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
19.04.2023
Nemendur í 1. og 2. bekk hafa verið dugleg að vera úti undanfarna daga enda einmuna blíða búin að vera. Kennarinn tók af þeim þessa mynd í morgun þar sem þau horfa yfir Húnaflóann.
Lesa meira
18.04.2023
Í dag kom umboðsmaður barna ásamt fylgdarfólki í heimsókn í Höfðaskóla. Þau skoðuðu húsakynnin, ræddu við nemendur og starfsfólk og hittu nemendur 5.-10. bekkjar með fræðslu um hlutverk umboðsmanns barna. Við þökkum þeim kærlega fyrir góða heimsókn.
Lesa meira