28.04.2021
Laus eru til umsóknar tvö störf við Frístund Höfðaskóla skólaárið 2021-2022. Um tvær 40% stöður er að ræða.
Vinnutími er eftirfarandi:
Mánudaga - miðvikudaga 13:00-16:00.
Fimmtudaga og föstudaga 12:30-16:00.
Umsóknir skulu sendar á netfangið hofdaskoli@hofdaskoli.is
Nánari upplýsingar um störfin veita skólastjórnendur í síma 4522800 eða á framangefið netfang.
Lesa meira
27.04.2021
Nemendur í 5.og 6. bekk fóru í dag á Blönduós í heimsókn á Heimilisiðnaðarsafnið. Mjög fróðleg og skemmtileg ferð.
Vek athygli á vefsýningu safnsins “Að koma ull í fat”
Myndir úr ferðinni hér
Lesa meira
27.04.2021
Í vikunni fengu nemendur 1. bekkjar gjöf afhenta frá Kiwanis klúbbnum, börnin glöddust innilega og við þökkum góðar gjafir.
Lesa meira
26.04.2021
Þann 19.apríl nýtti myndmenntahópurinn á yngsta stigi góða veðrið og fóru þau út í göngutúr til að skoða hin ýmsu listaverk í bænum okkar. Farið var einnig í fjöruna og tekið með til baka allskyns steina sem voru notaðir í skemmtileg listaverk.
Lesa meira
16.04.2021
Heil og sæl
Fjölbreytt og skemmtileg vika að baki.
Vikuna fyrir páska hófst þemavika hjá nemendum unglingastigs. Ein stöð á hverjum degi í viku. Nemendur fóru í myndmennt, leðurvinnu, smíðar, heimilisfræði og þjóðfræði, þar sem þeir lærðu um stjörnumerkin sín og fóru í Spákonuhof. Vegna Covid áttu allir hópar eftir að fara á tvær stöðvar og var það klárað nú í vikunni. Þetta skipulag vakti mikla lukku meðal nemenda og skemmtilegt að sjá styrkleika hvers og eins koma fram á mismunandi stöðvum. Myndir er hægt að sjá hér.
Þorgrímur Þráinsson heimsótti unglingastigið á miðvikudaginn og hélt fyrirlesturinn ,,Verum ástfangin af lífinu” og var hann mjög áhugaverður. Hann lagði mikla áherslu á að nemendur íhuguðu orð Jim Carey sem voru “Áhrifin sem þið hafið á aðra, er það dýrmætasta sem til er”. Þá hvatti hann nemendur til þess að taka lítil skref í átt að stórum sigrum, t.d. með að venja sig á góða siði, vera kurteis og hafa rútínu á lífinu.
Nemendur á miðstigi eru að hefja fróðlega þemavinnu um norðurlöndin og yngsta stigið er að læra um eldgos og á það einmitt vel við nú á dögum.
Næsta vika verður stutt, sumardagurinn fyrsti á fimmtudaginn og starfsdagur kennara er á föstudaginn.
Við minnum á mikilvægi þess að nemendur séu klæddir í takt við síbreytilega veðráttu
Við vonum að þið njótið helgarinnar.
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira
09.04.2021
Nemendur 9. og 10.bekkjar sóttu í vikunni námskeið í skyndihjálp. Markmið námskeiðsins er kynna nemendur fyrir grunnatriðum skyndihjálpar þannig að þau öðlis lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Námskeiðið var bæði bóklegt og verklegt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Það var Karl Lúðvíksson sem sá um kennsluna og þökkum við honum kærlega fyrir komuna.
Lesa meira
09.04.2021
Það var heldur betur glatt á hjalla í morgun þegar skellt var í eitt gott BINGO á yngsta stigi. Nemendur skemmtu sér konunglega og þökkum við Kjörbúðinni fyrir vinningana.
Lesa meira
09.04.2021
Heil og sæl
Fyrstu dagar eftir páskafrí hafa gengið vel. Nemendur lögðu lokahönd á og tóku upp árshátíðaratriðin sín sem verða send foreldrum/forráðamönnum í dag. Nemendur í 9. og 10. bekk sem og starfsfólk skólans fór á skyndihjálparnámskeið hjá Karli Lúðvíkssyni sem gekk vel.
Í næstu viku kemur Þorgrímur Þráinsson og heimsækir unglingastig með fyrirlesturinn sinn ,,Verum ástfangin af lífinu". Nánari upplýsingar munu berast foreldrum/forráðamönnum nemenda´a unglingastigi frá umsjónarkennurum.
Það hefur verið heldur kalt hjá okkur undanfarna daga og við minnum á mikilvægi þess að passa uppá að nemendur séu alltaf með hlýjan og góðan útifatnað.
Þemavika unglingastigs verður kláruð í næstu viku og við stefnum að því að klára samræmd próf fyrir þá sem þess óska af nemendum 9. bekkjar síðustu vikuna í apríl.
Að lokum minnum við enn og aftur á hafragrautinn góða, sem er í boði alla virka daga frá 7:45.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Með góðum kveðjum
Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira