08.01.2021
Í vikunni bjuggu nemendur á miðstigi til andlitsstyttur og máluðu. Mjög vönduð og flott vinna. Nemendur munu síðan halda áfram með stytturnar í næstur viku.
Fleiri myndir hér
Lesa meira
18.12.2020
Söfnuninni okkar til styrktar Neistans er nú lokið. Saman söfnuðum við 87þúsund krónum sem nú hafa verið lagðar inn hjá Neistanum. Krakkarnir fengu senda kveðju frá stjórn Neistans sem þau horfðu á í dag og þökkum við kærlega öllum þeim sem lögðu málefninu lið.
Gleðileg jól
Lesa meira
18.12.2020
Heil og sæl
Hér kemur síðasta föstudagskveðja ársins 2020. Senn er hið viðburðaríka 2020 á enda og margt sem hefur sett svip sinn á skólastarfið hjá okkur.
Janúar og febrúar voru með rólegra móti. Veðrið lék okkur aðeins grátt sem hafði áhrif á skólahaldið. Við gerðum þó ýmislegt, unnum að umhverfissáttmála skólans og birtum hann á heimasíðu, yngsta stig hélt þorrablót, 112 dagurinn var haldinn 11. febrúar og fengum við skemmtilega heimsókn frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitinni Strönd. 17. febrúar héldu nemendur í viðburðarstjórn Bingó þar sem allur ágóði rann til Krabbameinsfélags Austur Húnavatnssýslu. Í lok febrúar var svo öskudagurinn þar sem hinar ýmsu verur mættu í skólann og í lok febrúar var formlega tekið í notkun nýtt bókasafn Höfðaskóla.
Lesa meira
17.12.2020
Í morgun fóru nemendur skólans ásamt starfsfólki yfir í kirkjuna og hlustuðu á lestur úr bókinni hennar Ástrósar Elísdóttur okkar einnig var sungið og trallað. Þegar allir komu til baka í skólann var mynduð friðarkeðja og kærleiksljós látið ganga. Í hádeginu í dag var boðið uppá möndlugraut sem stýrurnar og Stína hrærðu.
Lesa meira
16.12.2020
Á morgun líkur söfnuninni okkar fyrir Neistann styrktarfélag hjartveikra barna. Í dag barst okkur framlag í söfnunina frá kvenfélaginu Heklu í Skagabyggð og þökkum við þeim kærlega fyrir.
Lesa meira
16.12.2020
Samningar hafa náðst við þá jólasveinabræður og þeir eru væntanlegir til byggða á Þorláksmessu til þess að bera út pakka og bréf.
Þeir taka ekki annað í mál en að gæta sóttvarna og verða að sjálfsögðu með grímur og hanska.
Þeir sem vilja nýta sér þjónustu þeirra geta hitt umboðsmenn þeirra við kennarainngang Höfðaskóla þann 21. desember kl. 18.00 – 20.00
Lesa meira
15.12.2020
Í dag var jólaföndurdagur í Höfðaskóla. Nemendur allra bekkja gátu þá flakkað um skólann og komið við á hinum ýmsu föndurstöðvum. Einnig var hægt að horfa á myndina Home alone í einni af kennslustofum unglingastigs. Krakkarnir skemmtu sér konunglega.
Lesa meira
14.12.2020
Þessir fögru jólasveinabræður skelltu sér til byggða í dag. Þegar þeir sáu mannlausa skólalóðina ákváðu þeir að álagsprófa leiktækin. Tækin stóðust álagið og vakti þetta uppátæki mikinn fögnuð nemenda Höfðaskóla sem stóðu út í glugga og fylgdust með hamaganginum.
Lesa meira
11.12.2020
Yngsta stig fékk óvænta heimsókn í vikunni, það var hann Snjálfur jólaálfur. Hann er mjög uppátækjasamur og hefur gert hina og þessa hluti og falið sig á ólíklegustu stöðum. Mikil gleði og spenna hefur verið í nemendahópnum vegna heimsóknar hans. Snjálf má þó ekki snerta, þá missir hann töframáttinn. Hann varð fyrir því óláni að verða snertur og hvarf þá um stundarsakir. Upphófst þá mikill grátur og mikil sorg, hann var fljótur að jafna sig og birtist aftur í mikla gleði og fagnarðlæti.
Bestu kveðjur nemendur og starfsfólk yngsta stigs.
Lesa meira
11.12.2020
Í nóvember stóð yfir stuttmyndakeppni á landsvísu fyrir 8. -10. bekkinga og var þemað kvikindi í hvaða formi sem er. Nemendur unglingastigs unnu með ævintýraþema í nóvember og þótti tilvalið að hafa eitt verkefnið sem stuttmynd sem væri þá hægt að skila inn í keppnina. Alls sendu nemendur Höfðaskóla 4 stuttmyndir í keppnina. Í dag voru úrslit kynnt og þær Arnrún Hildur, Helga Margrét, Ísabella Líf, Karen Líf og Sóley Sif sigruðu keppnina með myndinni Gilitrutt. Við óskum þeim kærlega til hamingju með sigurinn.
Lesa meira