Fréttir

Upplestrarhátíð

Í dag var upplestrarhátíð Höfðaskóla haldin í Hólaneskirkju. Nemendur í 5.-7. bekk lásu upp sögubrot úr bókinni Hetja eftir Björk Jakobsdóttur eða ljóð ýmist eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson eða Braga Valdimar Skúlason og stóðu sig öll með stakri prýði. Þó að framsagnarkeppnin sé ekki lengur haldin skiptir upplestur og framkoma miklu máli í námi nemenda og er hátíðin góð æfing í að æfa sig í þeim þáttum. Myndir hér.
Lesa meira

FRÁBÆRRI skíðaferð lokið :)

Ungmennafélagið Fram stóð fyrir skíðaferð í Tindastól í góðri samvinnu við skólann. Ferðin var farin í dag og gekk allt eins og best verður á kosið. Nemendur voru alsæl með ferðina og vonumst við til að þessari hefð sé hér með komið á :) Nemendur stóðu sig með stakri prýði, margir voru að fara í fyrsta sinn á skíði á meðan önnur eru þræl vön. Allir hjálpuðust að og höfðu gaman af. Frábærir krakkar öll sem eitt. Takk kæru foreldrar sem fóruð með okkur í dag og takk Umf. Fram :) Myndir hér
Lesa meira

Föstudagur aftur og einu sinni enn :)

Það er þetta með tímann, aftur er kominn föstudagur og aðeins ein vika eftir fram að páskafríi. Í þessari viku fóru nemendur á unglingastigi á íþróttadag sem haldinn var í Húnabyggð, myndir og fréttir frá því hér. Í gær var dagur stærðfræðinnar og nemendur (og einstaka starfsmenn sem læddu sér með í tíma :) ) gerðu allskyns skemmtilegar þrautir og teikningar, myndir hér. Í dag eru allir nemendur í skíðaferð í Tindastól í boði Umf. Fram, það voru spenntir nemendur sem héldu af stað héðan í morgun. Við setjum inn myndir frá því síðar í dag. Í næstu viku fara nemendur í 5. bekk í heimsókn á heimilisiðnaðarsafnið í Húnabyggð og haldin verður upplestrarhátíð hjá 5.-7. bekk. Við ljúkum svo næstu viku á páskabingói fyrir alla nemendur skólans. Í vikunni hóf Heiða Rut Tómasdóttir störf í mötuneytinu þar sem hún er Kristínu til aðstoðar. Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Íþróttadagur unglingastigs á Blönduósi

Nemendur unglingastigs fóru á Blönduós í gær og tóku þátt í sameiginlegum íþróttadegi grunnskólanna á Skagaströnd, Blönduósi og Hvammstanga. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá lá fyrir og skemmtu nemendur sér vel.
Lesa meira

Öruggara Norðurland vestra

Miðvikudaginn 20. mars verður áhugaverður viðburður haldinn á Blönduósi ,,Öruggara Norðurland vestra" Viltu taka þátt í að móta Öruggra Norðurland vestra með öllum helstu hagsmunaaðilum á svæðinu? Öruggara Norðurland vestra er svæðisbundið samráð gegn ofbeldi, öðrum afbrotum og til að stuðla að bættri þjónustu fyrir jaðarsetta hópa. Á vinnustofunni verða fjölmörg öreindi um málefni barna og ungmenna, jaðarsetta hópa, þjónustu við fólk með geðrænan vanda sem og ofbeldi í nánum samböndum. Erindum er fylgt eftir með hópavinnu á borðum þar sem hver og einn kemur sínum sjónarmiðum á framfæri. Framkvæmdateymi um Öruggara Norðurland vinnur svo áfram úr þeim tillögum sem fram koma og móta átaksverkefni í hverjum málaflokki til að vinna að. Mikilvægt er að skrá sig á viðburðinn og við hvetjum öll til að mæta: https://forms.office.com/e/RDaDG5HnAc?origin=lprLink
Lesa meira

Nemendur miðstigs í ullarsokkum

Nemendafélag Höfðaskóla stóð fyrir og stjórnaði skemmtun fyrir nemendur miðstigs í síðustu viku. Þemað voru ullarskokkar. Þrammað var í íþróttahúsið og farið í skemmtilega leiki.
Lesa meira

Páskakörfur í vinnslu

Nemendur í 1. bekk eru að föndra og lita páskakörfur, enda páskarnir rétt handan við hornið :)
Lesa meira

Föstudagskveðja úr Höfðaskóla

Nú erum við loksins farin að sjá sólina hækka á lofti og aðeins farið að birta á morgnanna þegar við mætum í skólann. Vorið er samt ekki alveg komið og endurskinsmerkin því enn nauðsynleg. Vikan í Höfðaskóla gekk vel. Í gær, fimmtudag, stóðu nemendur í ritstjórn Höfðafrétta fyrir þemadegi og var þemað að þessu sinni íþróttatreyjur. Mörg mættu í treyjum og nokkrar myndir frá deginum má sjá hér. Í næstu viku er dagur stærðfræðinnar sem við ætlum að halda uppá með einhverjum hætti og ef veður verður okkur hagstætt stefnum við að því að fara á skíði í Tindastól föstudaginn 15. mars, allt í góðu boði Fram. Farið verður frá skólanum kl. 10:00 og komið heim milli 14:00 og 15:00. Öll sem vilja koma með og aðstoða mega endilega láta okkur vita sem fyrst. Ávaxtastundin okkar er núna þrisvar sinnum í viku og er mikil ánægja með það fyrirkomulag. Vonandi fjölgar dögunum í fimm áður en langt um líður. Að lokum minnum við að á öll eru velkomin í heimsókn til okkar, það er alltaf gaman þegar fólk úr samfélaginu kíkir við og sér hvað við erum að fást við dag frá degi og fær sér jafnvel kaffisopa :) Við vonum að þið njótið helgarinnar Með góðum kveðjum Sara Diljá og Guðrún Elsa
Lesa meira

Á skíðum skemmti ég mér :) - Skráning hér! - BREYTT TÍMASETNING

Ungmennafélagið Fram stendur fyrir skíðaferð 15. MARS
Lesa meira

Þemadagur - íþróttatreyjur

Ritstjórn Höfðafrétta hvetur öll til að taka þátt.
Lesa meira