17.11.2025
Nemendur unglingastigs tóku þátt í Fernuflugi, textasamkeppni MS, nú í haust. Allir nemendur sendu frá sér ljóð sem bar heitið "Að vera ég". Famúrskarandi textar eftir 48 grunnskólanema voru valdir til birtingar á mjólkurfernum MS og á Höfðaskóli þar fulltrúa.
Arnar Gísl Birkisson, nemandi í 8.bekk, á ljóð sem mun birtast á nýju ári á mjólkurfernum landsmanna og óskum við honum hjartanlega til hamingju.
Lesa meira
14.11.2025
Kæru foreldrar og forráðamenn.
Nemendur á yngsta stigi eru farin að undirbúa stigsskemmtanir sem verða 25.-27.nóvember og er mikið sungið og trallað í skólanum þessa dagana.
Nemendur 7.bekkjar dvöldu í skólabúðunum á Reykjum frá mánudegi fram á fimmtudag og létu vel af sér við heimkomuna. Margt skemmtilegt brallað hjá þeim í vikunni.
Í næstu viku fara nemendur 9. og 10.bekkjar á starfamessu á Sauðárkróki fimmtudaginn 20.nóv, sjá meira um það hér.
Nú engin sundkennsla fyrr en á nýju ári og minnum við á að nemendur fara núna í íþróttir á þeim tíma sem áður var sund og skiptir þá máli að vera með íþróttaföt á þeim dögum.
Það er búið að vera ansi kalt úti og þurfa nemendur að vera klæddir í takt við veðrið og gott getur verið að hafa auka vettlinga og sokka í skólatöskunni.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Lesa meira
11.11.2025
Í dag fengu nemendur á yngsta stigi spennandi heimsókn frá lögreglunni sem kom með fræðslu um mikilvægi endurskinsmerkja. Lögreglan útbjó skemmtilegan leik í myrkvuðu herbergi þar sem krakkarnir leituðu að endurskinsmerkjum með vasaljósum sínum. Þetta var frábært tækifæri til að læra um mikilvægi þess að sjást í umferðinni og hafa gaman á sama tíma.
Lesa meira
10.11.2025
Starfsfólk skólans fékk gjafakörfu í morgunsárið frá foreldrafélaginu sem innihélt allskonar kruðerí. Gjöfin vakti mikla gleði og þökkum við foreldrafélaginu fyrir þessa kærleiksgjöf.
Lesa meira
07.11.2025
Heil og sæl
Vikan var svo sannarlega stutt hjá okkur, aðeins tveir skóladagar eftir gott vetrarfrí.
Það er ýmislegt framundan hjá okkur í nóvember og má þá nefna að 7.bekkur heldur af stað í skólabúðirnar að Reykjum á mánudaginn, dagur íslenskrar tungu er 16.nóvember. Þá eru stigsskemmtanir einnig í nóvember og verða þær nánar auglýstar síðar.
Í Höfðaskóla er margt skemmtilegt um að vera og við hvetjum ykkur til að kíkja við hjá okkur ef þið viljið fræðast um starfið okkar eða sjá hvað nemendur eru að kljást við. Skólinn er hjartað í samfélaginu og við eigum að standa sameiginlega vörð um hann og hafa umræðu um skólamál jákvæða og uppbyggilega.
Við vonum að þið njótið helgarinnar
Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Lesa meira
07.11.2025
Í fyrsta tíma í morgun fór 1.2 bekkur af stað í ljósagöngu. Berglind kom með seríu sem þau héldu á milli sín og gengið var að tjaldsvæðinu. Þetta verður örugglega endurtekið þegar myrkrið verður meira. Unglingarnir fóru fyrir hádegismat og gengu að Höfðanum. Þar hafa nemendur verið með verkefni að finna leið í gegnum skóginn og hafa nokkrar greinar verið sagaðar niður. Unglingarnir söguðu þetta svo niður í þægilegar stærðir og tóku með sér það sem á að nýta í jólaföndur. Þau örkuðu svo að skólanum með þetta í fanginu. Frábær dagur og fagurt veður
Lesa meira
06.11.2025
Spennandi verkefni í vali á unglingastigi. Nemendur vinna að því að bilanagreina taka í sundur og setja saman ýmis tæki, svo sem bílvél, þvottavél og brauðrist.
Þetta verkefni er hannað til að efla verkvit nemenda og dýpka skilning þeirra á virkni algengra tækja.
Hvað gerist þegar tæki bilar og hvernig er hægt að greina vandamálið?
Nemendurnir sjálfir hafa stjórn á framkvæmd þessa verkefnis - þeir taka myndir af ferlinu, merkja og skrásetja hluti og bera ábyrgð á eigin lærdómi. Þetta styrkir ekki aðeins verklega færni heldur einnig skipulagshæfni og ábyrgðarkennd. Einnig er þetta líka mjög skemmtilegt verkefni.
Lesa meira
31.10.2025
Heil og sæl
Vikan í Höfðaskóla flaug áfram, veðrið var stillt og kalt og nemendur nutu þess flest öll að vera úti.
Þó veðrið sé gott er myrkrið svart og alltof algengt er að bæði fullorðnir og börn séu án endurskinsmerkja. Við biðlum kæru foreldrar, að vera fyrirmyndir, ganga með endurskinsmerki og gæta þess vel að börnin sjáist í myrkrinu, að fatnaður sé með endurskini að framan og aftan og ekki má gleyma að setja merki á töskur barnanna líka. Í leiðinni minnum við á að nauðsynlegt er að skafa bílrúðurnar vel þegar frostið bítur á þær og virða það að stöðva fyrir gangandi vegfarendum.
Við þökkum Grete, danska farkennaranum okkar, innilega fyrir samveruna sl. mánuð.
Við vonum að þið njótið vetrarfrísins
Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Lesa meira
24.10.2025
Kæru foreldrar/forráðamenn
Opna húsið okkar miðvikudaginn 22.okt sl. gekk einstaklega vel og þökkum við öllum þeim sem sáu sér fært að koma og heimsækja okkur. Það var dásamlegt að sjá hversu margir komu og sýndu starfi nemenda skólans áhuga. Myndir hér
Hápunktur vikunnar var án efa Jól í skókassa verkefnið, þar sem nemendur pökkuðu inn skókössum og settu í þá gjafir handa börnum í Úkraínu. Þurftu þau að setja sig í aðstæður annarra og vinna saman að því að gleðja börn sem þurfa á hjálp að halda. Nemendur 9. og 10.bekkjar stóður fyrir vöfflukaffi þar sem söfnuðust 73.500 krónur til styrktar þessu mikilvæga verkefni. Við þökkum kærlega öllum sem styrktu málstaðinn með frjálsum framlögum. Myndir hér
Nemendur í 8.-10. bekk fengu einstakt tækifæri til að læra að búa til smørrebrød að dönsku sið. Þau sýndu matargerðinni mikinn áhuga, unnu sama og snæddu svo saman. Það er einstakt tækifæri að fá hingað í heimsókn danskan farkennara sem dvelur allan októbermánuð. Myndir hér
Í næstu viku munu nemendur 1.-2.bekkjar halda áfram að vinna þemaverkefni um bílinn meðan nemendur 3.og 4. bekkjar vinna með bókina Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur. Miðstigið heldur áfram að krúttast með ungana sína, sem eru óendanleg uppspretta gleði.
Við þökkum fyrir ómetanlegan stuðning og hlökkum til að halda áfram að vinna með frábæru nemendunum okkar.
Við óskum ykkur ánægjulegrar helgar
Guðrún Elsa og Berglind Hlín
Lesa meira
23.10.2025
8.-9.-10. klasse har gæstelærer fra Danmark i oktober måned. I dag var eleverne i køkkenet for at lave et klassisk stykke dansk smørrebrød: En kartoffelmad.
Opgaven er en del af danskundervisningen, hvor fokus er at anvende og tale dansk i en meningsfuld sammenhæng. Som optakt til arbejdet i køkkenet har eleverne lært lidt om dansk madkultur, og herefter har de lavet små plakater med nyttige sætninger - på dansk - til brug under arbejdet med at lave smørrebrød. Plakaterne var hængt op i køkkenet som sproglig støtte undervejs i arbejdet. Så snart eleverne var i køkkenet, forstod lærerne (næsten) ikke islandsk eller engelsk, så samtalerne måtte foregå på dansk.
Alle klarede det rigtig flot.
Som afslutning på dette forløb laver eleverne i næste uge et (imaginært) opslag på Instagram. De har derfor taget billeder undervejs i processen med smørrebrødet, og opslaget skal naturligvis være på dansk.
Jenný og Grete
Lesa meira